Glóðafeykir - 01.11.1974, Síða 82

Glóðafeykir - 01.11.1974, Síða 82
82 GLÓÐAFEYKIR fyrir áfalli og náði aldrei fullri heilsu eftir það, en var þó sí-vinn- andi, meðan til entist. Þrjú ei'u börn þeirra hjóna: Sigurpáll, bóndi og kaupm. í Lundi hjá Varmahlíð, Hólmfriður, húsfr. á Akureyri og Ingimundur, bóndi í Ketu. Þá ólu þau upp frá barnsaldri sem eigið barn Gyðu Pálsdóttur, ljósmóður í Reykjavík. Hólmfríður hefir að undanförnu dvalið í Svíþjóð ásamt eiginmanni, einnig Gyða fóstursystir hennar. Sigurlaug í Ketu var væn kona og myndarleg í sjón og raun, hispurslaus og djarfleg í viðmóti og framgöngu. Hún var mikil bú- kona og hagsýn, víkingur til allrar vinnu og áhugasöm að sama skapi. Hún gat stundum virzt köld á manninn og stutt í spuna, en eigi var henni kuldinn eðlisgróinn, hún var viðkvæm í lund og ör- geðja. Sigurlaug fyrirleit allan flysjungshátt. Djúp alvara var rík í fari hennar, oft var hún þó kát og viðræðuglöð. Hún var trygglynd. hjálpfús og hlaut óskiptan hlýhug nágranna sinna. Osknr Þorleifsson, verkam. á Sauðárkr., lézt þ. 16. sept. 1968. Hann var fæddur að Fossi á Skaga 10. júní 1892, sonur Þorleifs Björnssonar frá Skeggjastöðum á Skagaströnd og konu hans Óskar Sigurðardóttur. Ungur fluttist Óskar með foreldrum sínum að Kjalarlandi á Skaga- strönd, þar sem þau hófu búskap vorið 1896. „Ólst Óskar þar upp til fullorðinsára eða þar til hann giftist sjálfur og stofnaði eigið heimili á Skagaströnd. Kona hans var Elin Guðmundsdóttir. Eignuðust þau 3 syni: Engilbert, bílstjóra í Reykjavík, Jakob, verzlunarmann þar og Þormóð, einnig verzlunarm. í Reykjavík. Þar vestra stundaði Óskar lengi sjósókn. Var hann lengst af formaður, bæði á árabátum og opnum mótorbátum. Einnig vann hann nokkuð við smíðar, því að hann var laginn til flestra verka. Þau hjón slitu samvistum árið 1940 og Öskar flutti hingað til Skagafjarðar það ár eða hið næsta og stofnaði heimili með Kristjönu Júlíusdóttur frá Hvammi í Hjaltadal. (Kristjana var ekkja eftir Stefán Jónsson, Skagfirðing, bónda á Sæunnarstöðum í Hallárdal. G. M.). Bjuggu þau fyrstu 2 árin á Hofsósi, en síðar hér á Sauðárkróki. Hér stundaði Óskar mest fiskvinnu, en einnig smíðar o. fl..“. (sr. Þ. Steph.). Óskar Þorleifsson var í meðallagi hár, grannvaxinn; svipurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.