Skírnir - 01.01.1952, Page 9
ÓLAFUR LÁRUSSON:
MINNING SVEINS BJÖRNSSONAR,
FORSETA ÍSLANDS
(Flutt í útvarp 2. febrúar 1952)
I dag hefur farið fram útför fyrsta þjóðhöfðingjans, sem
íslenzka þjóðin hefur átt. Fánar hafa blaktað í hálfa stöng
um land allt, þögul vitni um söknuð þjóðarinnar.
Nú reikar harmur í húsum
og hryggð á þjóðbrautum.
Þessi orð Jónasar Hallgrímssonar hafa varla nokkru sinni
sannazt í fyllra mæli hér á landi en nú við lát Sveins
Björnssonar. Eg efa það, að nokkurt mannslát hafi vakið jafn-
almennan söknuð Islendinga og dauði hans.
Hann var hinn fyrsti innlendi þjóðhöfðingi vor. Menn þeir,
er fóru með þjóðhöfðingjavald hér á landi á undan honum,
voru allir erlendir menn. Enginn þeirra var bundinn þeim
tengslum við land vort og þjóð, að vér gætum talið þá heyra
oss til, vera hold af holdi og hlóð af blóði þjóðar vorrar.
Þeir áttu allir annað föðurland en vér. Það er að sjálfsögðu
mikill viðburður og gleðilegur fyrir þjóð, sem öldum saman
hefur lotið erlendum þjóðhöfðingja, er hún eignast þjóðhöfð-
ingja, sem hún á sjálf, og það fer varla hjá því, að þeim
manni verði vel til vinsælda í lifanda lífi og hann skipi glæsi-
legan sess í sögu hennar látinn. En vér fslendingar höfum
minni trú á því en margir aðrir, að staða mannsins ráði
manngildi hans, og berum því ekki að jafnaði mikla virðingu
fyrir stöðunni út af fyrir sig. Oss er gjarnt að spyrja, hvert
sé gildi mannsins sjálfs, sem stöðuna skipar. Ástsæld Sveins
Bjömssonar hjá þjóð hans byggðist ekki á stöðu hans einni
saman. Hún var reist á öðrum og traustari grunni, á hæfi-