Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 10
6
Ólafur Lárusson
Skímir
leikum hans og mannkostum, á virðingu þjóðarinnar og þakk-
læti fyrir frábæra og heillaríka þjónustu hans í þágu ætt-
jarðarinnar um langt árabil.
f ár er hálf öld liðin, síðan hann kom fyrst við sögu ís-
lenzkra stjórnmála, svo að mér sé kunnugt. Hann var þá
ungur stúdent í Kaupmannahöfn. Það var venja um þær
mundir, að þegar Alþingi hafði verið háð um sumarið, skýrði
einhver stúdentanna um haustið frá störfum þingsins á fundi
í stúdentafélaginu. Haustið 1902 var það stud. juris Sveinn
Björnsson, sem flutti þessa skýrslu. Hann skýrði þá m. a. frá
upphafi Landvamarflokksins, sem stofnaður hafði verið þá
um sumarið, og stefnu hans. Víst mun engan hinna ungu
manna, er hlýddu á mál hans á fundinum, hafa grunað,
hvaða framtíð beið ræðumannsins og hins fámenna og lítils-
metna flokks, er hann var að segja þeim frá, né hversu ör-
lög hans og flokksins yrðu samtvinnuð. Landvarnarmenn-
imir settu sér viðurkenningu fullveldis landsins sem mark
og vildu eigi gera sig ánægða með neitt minna og sumir
þeirra jafnvel skilnað íslands og Danmerkur. f augum margra
landsmanna voru þetta ekki annað en draumórar, sem þeir
töldu víst, að aldrei mundu rætast, eða a. m. k. ekki fyrr en
einhvern tíma langar leiðir inni í framtíðinni, og báðir hinir
fjölmennu stjórnmálaflokkar vom sammála rnn að samþykkja
stjórnarskrárfrumvarp dönsku stjórnarinnar, enda þótt það
fæli í sér löghelgun á setu ráðherra íslands í ríkisráði Dana.
Sjálfstæði íslands virtist vera í órafjarska á þeim ámm. Vér
lifðum þá undir fána annarrar þjóðar, og sá fáni var glöggt
tákn þeirrar stöðu, sem landið naut þá, ósjálfstætt, ekki að-
eins í landstjómarmálum, heldur og á mörgum sviðum öðr-
um, lun verzlun og samgöngur, í fjármálum og jafnvel í
menningarmálum. Enginn fundarmannanna á stúdentafund-
inum mun hafa vogað sér að gera sér svo glæstar vonir, að
átján ámm síðar mundi ræðumaðurinn koma til þessa sama
höfuðstaðar, sem þeir þá vom staddir í, sem fullgildur sendi-
herra sjálfstæðs, íslenzks ríkis, og því síður, að tveim áratug-
um eftir það myndi hann vera orðinn forseti íslenzks lýð-
veldis. Þá hefur eigi heldur gmnað, að þetta myndi framar