Skírnir - 01.01.1952, Side 12
8
Ólafur Lárusson
Skírnir
breyting, er Branabótafélag fslands og Sjóvátryggingarfélag
íslands vora stofnuð. Það má með fullum rétti segja, að stofn-
un þessara þriggja fyrirtækja hafi verið liður í sjálfstæðis-
baráttunni. Sveinn Björnsson stóð að stofnun þeirra allra og
átti hlut í stjórn þeirra fyrstu og örðugustu ár þeirra. Þótt
einskis annars væri að minnast úr ævistarfi hans, þá myndi
forganga hans um stofnun þessara þjóðþrifafyrirtækja þó
halda nafni hans á lofti og vera honum veglegur minnisvarði.
Árið 1912 var hann kjörinn bæjarfulltrúi í Reykjavík, og
átti hann síðan sæti í bæjarstjórninni óslitið til 1920. Tvö síð-
ustu árin var hann forseti bæjarstjórnarinnar. Var það allra
manna mál, jafnt flokksmanna hans sem andstæðinga, að
bæjarstjórninni væri mikill styrkur að honum, enda var hon-
um skipað í flestar þær nefndir hennar, er mestu þóttu varða.
Á Alþingi átti hann sæti árin 1914—1916 og 1919—1920.
Efalaust hefði hann getað orðið áhrifamikill og valdamikill
stjórnmálamaður, ef hann hefði kosið. En honum vora flokka-
deilur þeirra ára ekki að skapi, og saknaðarlaust mun hann
hafa skilið við stjórnmálin, er hann varð sendiherra.
Strax á þessu fyrsta skeiði starfsferils Sveins Björnssonar
komu þau einkenni hans í ljós, er síðan fylgdu honum til
æviloka og átt hafa svo mikinn þátt í því að gera ævistarf
hans svo giftudrjúgt sem raun ber vitni. Hann var maður
réttsýnn, góðgjarn og ráðhollur, ljúfmannlegur og um leið
virðulegur í framgöngu og vakti traust, virðingu og góðvild
þeirra manna, sem skipti áttu við hann. Hann var gætinn
og athugull og kunni vel að stilla skap sitt. Samningamaður
var hann frábær, og á lögmannsárum sínum fékk hann mik-
ið orð fyrir það, hversu honum tókst að sætta mál, er ósátt-
vænleg þóttu. Hann kynntist margvíslegum málum i störf-
um sínum og margs konar mönnum og aflaði sér mikillar
lífsreynslu og mikillar mannþekkingar, og er hvort tveggja
mikils virði, ekki sízt fyrir mann í hans stöðu.
Árið 1920 urðu þáttaskil í starfi Sveins Bjömssonar. Hann
var það ár skipaður sendiherra Islands í Danmörku, fyrsti
sendiherrann, sem fslendingar sendu til annars rikis. Lengst