Skírnir - 01.01.1952, Side 13
Skímir Minning Sveins Björnssonar, forseta Islands 9
af tvo næstu áratugina urðu utanríkismal landsins aðalvið-
fangsefni hans.
Fram til þess að sambandslögin voru sett, 1918, höfðu
íslendingar engin ráð haft yfir utanríkismálum sínum og
engin afskipti af þeim haft. Enginn Islendingur var til, er
sérfróður var um þau mál eða fengið hafði æfingu i meðferð
þeirra. Oss var því mikill vandi á höndum, er vér áttum að
fara að rækja þau mál sjálfir á alþjóðavettvangi, þótt ekki
væri nema að nokkru leyti, og varðaði miklu, að oss færi
það vel úr hendi þegar í upphafi. Það var oss mikið lán að
eiga þá á að skipa manni eins og Sveini Björnssyni. Þegar
hann var settur í þetta embætti, heyrðist engin rödd draga
það í efa, að sú ráðstöfun væri heppileg. Allir treystu hon-
um til að leysa það verk vel af höndum, og hann hrást ekki
trausti þjóðarinnar þá frekar en endranær. Hann var þjóð
sinni jafnan til sæmdar.
Smáþjóð, sem kemur eins og nýliði inn í samfélag þjóð-
anna, á mikið undir því, hversu hinn fyrsti fulltrúi hennar
og fyrirsvarsmaður á þeim vettvangi rækir störf sín. Orðstir
sá, er hann hlýtur, ræður dómi annarra, ekki aðeins um
hann sjálfan, heldur og um þjóð hans. Þjóðin öll nýtur virð-
ingarinnar, sem hann hlýtur. Sveinn Björnsson vann sér
virðingu og traust annarra, hæði sem maður og sem fulltrúi
þjóðar sinnar. Þjóðin öll naut góðs af því. Það er að sjálf-
sögðu ekki gott að staðreyna slík áhrif. Þau eiga sér oftlega
stað með þeim hætti, að lítið ber á þeim. En trúað gæti eg
því, að það, hversu auðveldlega oss gekk að fá viðurkenn-
ingu annarra þjóða, er vér stofnuðum lýðveldið, megi að ein-
hverju leyti rekja til starfs Sveins Bjömssonar í sendiherra-
stöðu hans. Hann komst í kynni við marga áhrifamenn í
ýmsum löndum og tengdist vináttuböndum við ýmsa þeirra,
jafnvel svo að þeir höfðu hann að trúnaðarmanni, og gefur
að skilja, að þau kynni gátu leitt til margs góðs fyrir land
hans.
Sambandslögin ætluðu Dönum að fara með utanríkismál
Islands. Staða íslenzka sendiherrans í Kaupmannahöfn laut