Skírnir - 01.01.1952, Side 16
12
Ólafur Lárusson
Skímir
löndum lyktaði deilunum svo, að valdi konunganna voru sett-
ar mjög þröngar skorður, og mætti svo virðast sem þau mála-
lok hefðu einnig verið mikill ósigur. En ef nánara er að gætt,
má öllu fremur telja þau vera stærsta sigurinn, sem konungs-
valdið hefur nokkru sinni unnið. Konungdómurinn týndi að
vísu valdi sínu, en hann eignaðist ást þjóðarinnar í staðinn.
Það er vafasamt, hvort konungdómurinn hefur nokkurn tíma
verið fastari í sessi og notið meiri lýðhylli en hann gerir nú
í lýðræðislöndum þeim, er við konungsstjórn búa. Hann hef-
ur lagt niður hið forna hlutverk sitt að hafa stjómvaldið í
sínum höndum, en fengið annað hlutverk í staðinn, að vera
eins konar tákn þjóðarinnar, sameiningarmerki hennar, hafið
yfir allt, sem skiptir landslýðnum í flokka og stéttir og hafið
yfir allar deilur hennar innbyrðis. Nóg dæmi og nærtæk
eru því til sönnunar, hversu nauðsynlegt og hollt þjóðunum
er að eiga sér slíkt sameiningarmerki, og þótt eg hafi hér
aðeins minnzt á stöðu konunganna í lýðræðisríkjum nútím-
ans, þá gildir hið sama um þjóðhöfðingja lýðveldanna, því að
þjóðir þeirra hafa sömu þörf fyrir þjóðlegt einingarmerki og
þjóðir konungveldanna. Að vísu em til lýðveldi, sem ætla
forsetum sínum mikið vald, og em þeir þá jafnframt póli-
tískir flokksforingjar. Vera má, að rík og voldug stórveldi
hafi ráð á að búa við slíkt stjórnskipulag, en smáþjóð, sem
auðug er að flokkadráttum og hatursmálum, mun það miður
vel henta.
Lýðveldisstjómarskrá vor ætlar forsetanum lítil völd. Sum-
um finnst það galli á henni. En eg veit, að Sveinn Bjömsson
girntist ekki meiri völd. Hann leit svo á, að hlutverk forseta
hins íslenzka lýðveldis væri annað fremur en handhöfn mik-
ils valds. Hann vildi heldur vera sameiningarmerki þjóðar-
innar en yfirboðari hennar, og hann var sameiningarmerki
hennar. Þjóðinni verður það e. t. v. ljósara nú, er hún á á
bak honum að sjá.
Forsetastarf sitt rækti hann með miklum virðuleik bæði
út á við og innan lands. Honum var það áhugamál að hafa
sem nánust kynni af fólkinu í landinu. Hann fór í opinbera
heimsókn til flestra héraða þess, kynntist fjölda manna á