Skírnir - 01.01.1952, Page 18
ROGER McHUGH:
ÍRSKAR SÖGUR OG ENSK-ÍRSKAR
BÓKMENNTIR
Finnbogi GuSmundsson sneri á íslenzku
Á ofanverðri síðastliðinni öld var sem írskar bókmenntir
vöknuðu af löngum Þyrnirósusvefni. Mikil þjóðernishreyfing
fór um landið; samfara frelsisbaráttunni tóku hugir manna
að snúast að andlegum fjársjóðum þjóðarinnar, hinum fornu
bókmenntum hennar, kvæðum og sögnum alþýðunnar, hinni
fornu þjóðtungu. Þegar hér var komið, voru menn orðnir
enskumælandi í öllum austurhluta landsins, en mörgum hin-
um mikilhæfustu mönnum skildist, eftir hve miklu var að
sækjast, þar sem voru þessir fjársjóðir, og hve mikils það var
vert að gera þá að lifandi þætti í menningu þjóðarinnar. Á
þessum tíma eignuðust írar skáld, sem voru svo mikils háttar,
að þau urðu fræg víða um heim; þau voru enskumælandi
og rituðu á ensku, en aðaluppsprettan, sem þau jusu úr, voru
hinar fornu bókmenntir og mál og sagnir alþýðunnar.
f þeirri grein, sem hér fer á eftir, langar mig að segja fs-
lendingum nokkuð frá þessu, og einkum því, hversu hinar
fornu bókmenntir íra hafa frjóvgað verk þeirra.
I.
írskar bókmenntir frá elzta skeiði kristninnar urðu höfuð-
aflgjafi og uppspretta þeirra rithöfunda, er stóðu að endur-
reisn írskra bókmennta á ofanverðri 19. öld. Þær bókmenntir
eru keltneskar. En Keltar hafa að líkindum komið til írlands
seint á bronsöld, voru höfðingjar í háttum og skipulagsmenn
miklir í þjóðfélagsmálum. Vitum vér lítið um þá, unz þeir
taka kristni og læra að rita, fram yfir það, sem ráðið verður af
sögum þeirra. Voru hinar elztu þeirra ekki skráðar fyrr en á