Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 19
Skírnir
írskar sögur og ensk-írskar bókmenntir
15
8. öld, og eiga þær að lýsa tímum 1. aldar fyrir Krists burð.
Sú þjóðfélagsmynd keltnesk, sem lesin verður úr þessum bók-
menntum, er af stéttaþjóðfélagi með ýmsum stigum, með kon-
ungum, forréttindastéttum, frjálsum mönnum og þrælum;
stéttaþjóðfélagi, þar sem ættgöfgi, lærdómur og auður hlutu
að ráða. 1 þjóðfélagi þessu kvað mikið að hernaði og ránrnn,
og geta sögurnar víða um vígaferli, kappakstur og einvígi.
Töfrar eru og mjög ríkur þáttur í sögunum, og kennir þeirra
í slíkum siðum sem að fasta gegn fjandmanni sínum, en það
á sér, eins og Myles Dillon prófessor hefur sýnt, jafndjúpar
rætur í erfðavenjum Indverja og Ira1), og í því, að menn láti
í gerðum sínum stjórnast af einhvers konar álögum (geasa).
Ég ætla mér ekki að ræða sannleiksgildi þessara sagna, en
það er í svipinn ágreiningsefni meðal fræðimanna vorra. Þar
sem sögur vorar eru yfirleitt frá eldri tímum, er augljóst, að
þær hafa ekki heimildargildi á borð við íslendinga sögur. Að
minnsta kosti höfðu rithöfundar vorir á enska tungu ekki hug
á þeim sem sagnfræði, heldur litu þeir á þær sem efnivið í
bókmenntir og leynt eða ljóst sem þátt í þjóðlegri viðreisn.
Nauðsynlegt er að gera nokkra grein fyrir viðfangsefnum
þeirra. En innlend hefð skiptir sögunum í flokka, og fjalla þeir
ýmist um herhlaup, nautarán, brotthlaup, sæfarir o. s. frv. I
flokkaskiptingu nú á timum er talað um sagnabálka, og má
gera það hér til hagræðis. Snýst elzti sagnabálkur vor um
Conor Mac Nessa, konung í Úlaztíri2), höfuðkappa hans,
Cuchulain, og lífvarðarsveit hans. Aðalsagan í þeim flokki er
Táin Bó Cuailgne, þ. e. sagan af brottnámi uxa Cuailgne, og
er hún til í nokkrum rituðum gerðum, hin elzta líklega frá
8. öld, en í henni eru atriði eldri en úr kristni.
Sagan hefst í Cruachan, höfuðvígi Maeve herdrottningar
af Kunnáktum, sem eru vesturhéruð vor. Deila þau um það
í rekkju eitt sinn, hún og Ailill, bóndi hennar, hvort þeirra
muni eiga meira. Kemur deilunni þar, að úr henni verður ekki
1) The Archaism of Irish Tradition, hy Myles Dillon. Rhys Memorial
Lecture, British Academy 1947.
2) Á irsku Conchobor Mac Nessa. Þess skal getið hér í eitt skipti fyrir
öll, að greinarhöf. skrifar írsku nöfnin aS jafnaði að enskum hætti.