Skírnir - 01.01.1952, Side 20
16
Roger McHugh
Skírnir
skorið nema með nákvæmum samanburði eigna þeirra, sem
siðan er ráðizt í. Reynist Ailill hlutskarpari sökum uxa eins
fagurs, hvers líka Maeve á ekki. Hún fréttir, að maður norður
í tJlaztíri eigi jafngóðan uxa og Ailill, og vill fá hann að láni.
En henni er synjað, og hýst hún þá að ráðast inn i Úlaztír
og taka uxann með valdi.
f búnaðinum nýtur hún að njósnara, sem verða þess vísir,
að Úlaztírsmenn hafa orðið fyrir álögum. Bar þau að með
þeim hætti, er nú skal greina. Konungurinn í Úlaztíri hafði
látið konu eina þungaða renna í köpp við hesta sína, hún sigr-
að og bundið Úlaztírsmenn eftirfarandi álögum: „Þegar í
nauðir rekur fyrir ykkur, skal renna á hvern ykkar ómegin
líkt og á konu í barnsnauð.“ Mega Úlaztírsmenn sín nú einskis
á þessari háskastund.
Cuchulain, höfuðkappi konungsins, er ekki bundinn þessum
álögum, þar eð hann er austan af landi, frá Leinster. Veitir
hann viðnám einn síns liðs innrásarher Kunnáktamanna, og
fjallar mestur hluti Táin-sögunnar um dáðir þær, er hann
drýgir gegn þeim. Hann fellir fjóra af njósnurum Maeve
og setur höfuð þeirra á feryddan fork öðrum að varnaði. Hann
verst hermönnum í einvígi, meðal þeirra Ferdia, bezta vini
sínum, er Maeve hefur ginnt og sent í móti honum. Eitt
átakanlegasta atriðið er bardagi þessara fyrrverandi vina, er
lýkur með falli Ferdia. Um síðir rakna Úlaztírsmenn úr álög-
unum og reka her Maeve af höndum sér. En Cuchulain er
drepinn með göldrum. Á banastundinni bindur hann sig við
steinsúlu, svo að hann megi deyja öndverður við fjandmenn
sína, með sverð í hendi. Að lokum eigast þeir við, uxinn
rauði frá Úlaztíri og uxi Ailills af Kunnáktum, og drepur sá
rauði Kunnáktauxann og dreifir skrokknum út um víðan völl,
öskrar síðan æðislega og hnígur niður dauður. Og lýkur þar
Táin-sögunni.
Um þessa aðalsögu hafa safnazt margar smærri sögur, sem
fylla í eyður hennar með minnum og atvikum. Segir ein
sagan t. d. frá því, hvernig Conor Mac Nessa steypti Fergusi
Mac Roy af stóli í Úlaztíri. Var Fergus ástfanginn af móður
Conors, og taldi hún hann á að fá Conor völdin í hendur eitt