Skírnir - 01.01.1952, Page 21
Skírnir Irskar sögur og ensk-írskar bókmenntir 17
ár. En þegar hann var orðinn konungur, aflaði hann sér svo
mikils fylgis meðal þegna hans, að Fergus gat ekki framar
vænzt þess að verða konungur. önnur þessara smærri sagna
er sagan af Deirdre, en um hana mun ég fjalla síðar. Hin
þriðja segir frá því, hvernig Cuchulain verður syni sínum,
Conlaoch, að bana. f sögu þessari fer Cuchulain ungur til
Skotlands til þess að nema hermennsku. Þegar hann snýr aft-
ur til frlands, skilur hann eftir skozka konungsdóttur, Aoif,
er fer með barni hans. Þegar barn hennar, Conlaoch, vex
upp, gefur hún honum hring, er Cuchulain átti, og bindur
hann þeim álögum að hrökkva aldrei fyrir neinum manni,
að segja aldrei til nafns síns og skorast aldrei undan orrustu.
Sveinninn fer til írlands, sigrast á öllum köppum í Úlaztíri
og heyr einvígi við föður sinn. Særir Cuchulain hann ban-
vænu sári, og hið deyjandi ungmenni segir, hver hann er.
Cuchulain tekur hann í fang sér, ber hann á milli Úlaztírs-
manna og segir: „Hér hafið þér son minn, þér Úlaztírsmenn.“
En sonur hans heilsar köppunum og deyr.
Til tilbreytingar skulum vér líta á eina sögu, léttari að efni,
úr þessum Úlaztírsbálki, söguna af svíninu hans MacDathos.
Líkt og í Táin-sögunni er í þessari deilt um eign á dýri. Mac-
Datho er konungur í Leinster, og á hann tvö fræg dýr, svín
og hund. Sendimenn koma frá konunginum í Úlaztíri og
drottningunni af Kunnáktum og biðja um hundinn. Að ráði
konu sinnar heitir hann þeim báðum hundinum á ákveðnum
degi, og koma nú kappar beggja héraðanna til húsa hans þenna
tiltekna dag.
MacDatho hafði slátrað svíninu sínu góða til að fagna
þeim, „en það svín var alið á eitri og olli manndrápum á
írlandi“. Sá hermaður, sem sannar, að hann sé mestur bar-
dagamaður, hefur venju samkvæmt rétt til þess að skipta svín-
inu, og fara nú kapparnir, hver af öðrum, í mannjöfnuð og
guma af afreksverkum sínum. Sigrar Cet Mac Matach1) þá
alla með afrekssögum sínum. En hámarki er náð, þegar hann
ætlar að fara að skipta, því að hurðinni er hrundið upp og inn
1) c í írsku er alltaf borið fram sem k.
2