Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 22
Skírnir
18 Roger McHugh
gengur hinn mikli kappi frá Úlaztíri, Conall Cearnach. Þeir
heilsast kurteislega:
„Heill þcr, Conall, steinhjarta,
eldur glóðfjálgur, bjartleikur íss,
rauður reiðikraftur!"
„Heill þér, Cet,
hinn mikli vagnkappi í orrustu, sollni sær,
fagra, æðisgengna naut, Cet Mac Matach."
„Vík frá svíninu," sagði Conall.
„En hví skyldir þú koma til?“ spurði Cet.
„Þú getur leyft þér,“ sagði Conall, „að ögra mér . . . Ég sver við
frændur mina, að ég hef sjaldan, síðan ég tók mér spjót í hönd, sofið án
þess að hafa höfuð einhvers Kunnáktamannsins undir höfði mér né án
þess að hafa sært einhvern mann dag hvern og nótt hverja."
„Það er satt,“ sagði Cet, „þú ert meiri kappi en ég. En væri hann
Anluan bróðir hér, mundi hann fara í frekari jöfnuð við þig. Er leitt
til þess að vita, að hann skuli vera fjarri.“
„En Anluan er hér!“ sagði Conall, í því er hann tekur höfuð Anluans
af belti sínu og fleygir því fyrir brjóst Cet af slíku afli, að blóð hljóp
fram af vörum hans. Fór Cet þá frá svíninu, en Conall settist hjá því.
Þessi tilvitnun nægir ef til vill til að sýna hið undarlega,
en þó eftirminnilega sambland af riddaramennsku og ofstopa,
raunsæi og rómantík, sem er höfuðeinkenni alls meginhluta
þessara fornu bókmennta. Bardagi hlýzt af hinum smáa
skammti, sem Conall ætlar óvinum sínum af svíninu, og Mac-
Datho sleppir hundinum lausum, svo að hann geti valið í milli
þeirra. Stekkur hundurinn þá á vagn Maeve af Kunnáktum,
en ekillinn sker hann á háls. Er hér, eins og í Táin-sögunni,
hin upphaflega orsök manndrápanna úr sögunni fyrir báða
aðila. Sjáum vér í þessu nokkur atvik, er einkenna þenna
forna bálk.
Ég verð jafnvel að vera enn stuttorðari um hinn yngra bálk,
Finnsrekkabálkinn. Fjallar hann um annan kontmg írskan,
Cormac, höfuðkappa hans, Finn, og Finnsrekka, lífvörð hans.
Finnur (Fionn) er að nokkru leyti yfirnáttúrlegur að upp-
runa. Hann kemur mjög við aðalástarsögu þessa bálks, söguna
af Diarmuid og Graniu, sem er yngri gerð Deirdre-sögunnar.
Grania hefur verið föstnuð Finni, en fellir hug til höfuðkappa
hans, Diarmuids. Hún bindur Diarmuid þeim álögum, að