Skírnir - 01.01.1952, Side 23
Skirnir
Irskar sögur og ensk-írskar bókmenntir
19
hann hlaupist á brott með hana, og í 16 ár kemur eftirleit
Finns fyrir ekki, og semur hann þá frið við Diarmuid. En á
laun hyggur hann á hefndir. Hann efnir til galtaveiða á fjall-
inu Ben Bulben í Sligo. Fyrir mörgum árum hafði faðir Diar-
muids drepið barn, sem hin ótrygga kona hans hafði átt með
þjónustumanni einum. Laust þjónustumaðurinn líkama barns-
ins, sem þá varð að hættulegum gelti, er bíða skyldi, unz hann
gæti drepið afkvæmi þess manns, er drap barnið í fyrstu.
Hafði göltur þessi æ síðan leynzt í skógum Ben Bulben-fjalls-
ins. Þau álög hvíla á Diarmuid, að hann má ekki veiða gelti
— eitt af hinum fáu dæmum, þar sem fram kemur einhver
skynsamleg ástæða til slíkrar bannhelgi. Hann rýfur helgina,
er hann ákveður að veiða þenna gölt, sem verður honum að
bana. Diarmuid deyr, herfilega leikinn af Finni, sem gengur
að eiga Graniu.
f þessum yngra bálki gætir meira yndis af náttúrufegurð,
og þáttur töfranna er þar ríkari. En kynjar og furðulegir at-
burðir eru í rauninni algengir í öllum helztu sögum hinna
fornu írsku bókmennta. Lesendur Njáls sögu kannast við hina
óhugnanlegu atburði, blóðregnið og hrafnasæginn, sem sýna,
að leikurinn hefur borizt til frlands. Áþekk undur, sem oft
er lýst af næmu, en þó trylltu ímyndunarafli, einkenna þess-
ar sögur.
Ef til vill hefur enginn lýst anda þeirra eins vel og einn
fræðimanna vorra, en sá hinn sami varð mjög til þess að
ljúka upp hinum írska sagnaheimi fyrir rithöfundum vorum
á ofanverðri 19. öld. Hét hann Standish James O’Grady, og
skulum vér nú sjá, hvernig hann lýsir heimi þessum:
„En alls staðar, á iðandi og óskipulegri hreyfingu, koma og
fara hinar glæstu og annarlegu verur, sem endur fyrir löngu
stigu fram úr hugum skáldanna, óhugnanlegur, glottandi heim-
ur. Svipir koma þjótandi út úr myrkrinu og hverfa þangað
jafnskjótt aftur. Hetjurnar tútna út og verða að risum eða
skreppa saman í álfa, eða þær snara af sér hetjugervinu og
dansa um eins og trúðar; skrautlegum höllum er þyrlað í
loft upp líkt og reykjarmekki; konungar með silfursprota
flytjast öld af öld í öllu sínu veldi; orrustur eru háðar hér