Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 24
20
Roger McHugh
Skimir
eða þar, á þessari öld eða hinni; heygðir konungar rísa upp
af nýju og renna nýtt frægðarskeið. Landaleitarmaður kemur
til einhvers undralands, þar sem hann er ginntur og gahb-
aður. Grundvellinum virðist kippt undan öllu, því öllu, sem
fastast átti að vera, þeytt um koll og þyrlað út í buskann
líkt og hjómi eða föllnu laufi í stormi.“
Hin forna írska menning, sem mótaðist þó af kristninni,
hélzt fram um 1600. Innrás Norðmanna og Dana olli því, að
írsk handrit dreifðust um alla Evrópu, en tortímdi þó ekki
menningu þeirra, og það gerði innrás Normanna á 12. öld
ekki heldur, því að Normannar runnu saman við þarlands-
menn, líkt og þeir höfðu gert á Englandi. Hinir fornu sagna-
menn varðveittu hókmenntir og erfðavenjur, og síðar tók við
hinn yngri skáldskaparskóli, er þróaðist samhliða klaustrunum.
Á ofanverðri 16. öld, samfara landvinningastyrjöldum Elísa-
betar, tók skóla þessum að hnigna hröðum skrefum. Um 1600
hafði hið lausa írska ættaþjóðfélag orðið að víkja fyrir hinu
fastbundna lénsskipulagi Englendinga. Afleiðing þess var sú,
að írskir aðalsmenn voru reknir upp af eignum sínum, þeim
rænt og þær setnar af enskum og skozkum landeigendum og
völdin dregin í hendur hinna ensku innrásarmanna. Þrátt
fyrir uppreisnir á víð og dreif var haldið áfram þessu miskunn-
arlausa landnámi alla 17. og 18. öld. Skáldaskólinn hvarf
með aðalsmönnunum, irska varð mál útlaga eða þræla. I lok
18. aldar virtist tortímingin fullkomnuð, og sambandslögin
árið 1800, sem Byron lýsti sem samningi hákarls við bráð
sína, virtust einungis vera áletrunin á gröf þjóðarinnar og
menningar hennar.
Samt sem áður gerðist það á 19. öld, að írskt lýðræði reis
af nýju fyrir atbeina forustumanna, allt frá Daniel O’Connell
til Charles Stewarts Parnells, Jóns Sigurðssonar vor íra, og
Michaels Davitts, sem beitti sér fyrir því skipulega, að írskir
bændur krefðust landsins sér til handa. Heill hópur fræði-
manna tók að vekja úr gömlum handritum til lífs þann sagna-
auð, er þar lá grafinn. Skáldin hófu að yrkja ljóð út af sög-
um þessum, og þjóðsagnafræðingar byrjuðu að safna þjóð-