Skírnir - 01.01.1952, Side 25
Skírnir
Irskar sögur og ensk-irskar bókmenntir
21
sögum meðal alþýðu, hvort sem hún talaði írsku eða ensku.
Á 19. öld varð einnig mikil hreyting á málinu. Hafa i upp-
hafi aldarinnar að líkindum 20—30% þjóðarinnar enn talað
írsku sem móðurmál. Enska var skyldumál í skólunum, og
auk þess réð O’Connell mönnum að læra ensku, mál valdhaf-
anna. Hungursneyðin, sem geisaði fyrir hér um bil einni öld,
en í henni fækkaði þjóðinni um tvær milljónir (af átta)
fyrir manndauða eða brottflutning, flýtti fyrir hnignun
írsku sem talaðs máls. Og undir lok aldarinnar var enska
orðin mál alls þorra þjóðarinnar. Var enska þessi sérstæð bæði
að orðaforða og orðaskipan; að orðaforða sökum þess, að í
ensku þeirri, sem töluð er í sveitum Irlands, eru t. a. m. mörg
orð frá tíð Elísabetar og Jakobs I., sem koma ekki lengur fyrir
í máli Englendinga; í orðaskipan vegna þess, að ensk setn-
ingaskipun íra verður fyrir áhrifum frá írska talmálinu.
19. öldin fól því í sér vaxandi þekkingu á bókmenntaarfi
vorum og munnmælasögum, enska var gerð að aðalmáli og
það, sem meira var, þjóðerniskenndin jókst. En allt þetta
verður til að skýra þróttinn í endurreisn hinna írsku bók-
mennta.
Þýðingar og þjóðsögur luku fjársjóði þessum upp fyrir írsk-
um rithöfundum í lok 19. aldar. Þeir voru óðfúsir að skapa
nýja bókmenntahefð, er frábrugðin væri hinni ensku, og vissu
ekki fyrri til en þeir voru komnir á kaf í hana. Arfsagnir
þeirra, bæði skráðar og í munnmælum, stigu yfir hinn staðn-
aða sjóndeildarhring Viktoríutímabilsins og héldu líkt og
Móses á lögmálstöflunum, letruðum máli útlagans. Og i lög-
unum sagði: „Skapið á ný, ljáið hinu liðna rödd, og nærið
nútíðina.“ Og sögurnar urðu aðalveizlukostur rithöfunda
vorra.
W. B. Yeats þekkti sögur þessar að nokkru sem munnmæli
í hinu ástfólgna Sligo-héraði, þar sem hann dvaldist lengstum
í æsku. Sligo er auðugt að örnefnum, sem tengd eru írskum
sögum. Á einni hæð þar, Knocknarea, er steinvarða, þar
sem Maeve af Kunnáktum kvað hvíla undir. Og á fegursta
fjalli héraðsins, Ben Bulben, nær sagan af Diarmuid og
Graniu hámarki sínu. Skammt þaðan liggur Rosses-hérað, þar