Skírnir - 01.01.1952, Page 26
22
Roger McHugh
Skírnir
sem margar álfasögur gerast. Hesliviðirnir og reynitrén, sem
vaxa þar, eru álfum heilög í þjóðsögum vorum. Og sögur
og ævintýri blandast saman, þegar Sligo-bændur segja frá við
arineldana.
Þegar Yeats var ungur maður, safnaði hann í þessu héraði
mörgum frásögnum, og hin sterku tengsl þeirra við örnefni
koma sí og æ fram í skáldskap hans:
Vindurirm skýjum hlaðið hefur hátt yfir Knocknarea
og lostið þrumum grjótið grátt, þótt geti þess Maeve ei.
* * *
Þar sem máninn bregður bjarma
á blakka sanda hljótt,
við yztu Rossa arma
vér eigrum heila nótt . . .
* * *
Finnur, Caoilte og Conan voru hér,
er vér króuðum hjörtinn með geltandi hundum,
þeim Bran, Sceolan og Lomair, —
og handan Firbolgs-hauga vér fundum
loksins hinn grösuga grjótdysja-hól,
þar sem geðheita Maeve jörðin fól. . .J)
Hafði Yeats lesið þýðingar slíkra manna sem O’Gradys, því
að hann kunni ekki írsku. Vinátta hans og Lady Gregory
örvaði áhuga hans á hinum eldri bókmenntum. Hún var ensk-
1) Þýðingu þessa hefur skáldið Jakob J. Smári góðfúslega látið í té.
Frumtexinn er á þessa leið:
The wind has bundled up the clouds high over Knocknarea,
And thrown the thunder on the stones for all that Maeve can say.
* # *
Where the wave of moonlight glosses
The dim grey sands with light,
Far off by furthest Rosses
We foot it all the night . ..
* * *
Caoilte and Conan and Finn were there,
When we followed a deer with our haying hounds,
With Bran, Sceolan and Lomair,
And passing the Firbolgs burial-mounds,
Came to the cairn-heaped grassy hill
Where passionate Maeve is stony-still .. .