Skírnir - 01.01.1952, Page 28
24
Roger McHugh
Skírnir
„Haus á móti haus,“ sagði hann, „það er leikur eftir minu höfði.“
Cuchulain. „Hvernig gat hann snarað höfðinu af, þegar hann var höfuð-
laus sjálfur?“
Conall: „Við sögðum honum það aftur og aftur, að öl hefði ruglað vit hans,
en þarna stóð hann og hló að okkur, eins og hann ætlaði að springa,
unz ég stóðst þetta ekki lengur og hjó af honum höfuðið í einu höggi,
viti minu fjær, að hann skyldi ekki svara, og þó meir af hlátrinum
í honum,
og höfuðið hélt áfram að hlæja að mér, þar sem það hafði fallið til
jarðar."
Laegaire. „Unz hann tók það upp í milli handa sér“ —
Conall. „og stakk sér í sjóinn.“
Þegar Rauði maðurinn kemur að heimta laun sín, neita
kapparnir hver af öðrum að virða skilmála hans; nema Cu-
chulain, sem býst við dauða sínum glaður í bragði. En þá segir
Rauði maðurinn:
„Ég kýs hina brosandi vör,
sem hættir ekki að hlæja, hvað sem í skerst,
hjartað, sem verður eigi beiskara, þótt allir hafi svikið það;
höndina, sem hefur yndi af því að gefa; lifið, sem er eins og tenings-
kast fjárhættuspilarans;
og allt þetta hef ég í heiðri, unz upp rennur sá dagur,
er hugur minn og hjarta skulu myrkvast, svo að hinn veiki megi sigra
hinn sterka
og hinir langminnugu hörpuleikarar hafa eitthvað til að syngja um.“
Enn einu sinni hefur hetjuandinn hrósað sigri.
Eftir að raunsæisstefnan tók að sigra í leikhúsi því, sem
Yeats hafði átt sinn þátt í að stofna, fór hann yfir i aðra teg-
und leikrita, sniðna eftir japönskum Noh-leikritum, en i all-
mörgum þeirra gætir einnig efnis úr írskum sögum, þótt hann
beiti fyrir sig sjálfstæðum líkingum og efnið sé mjög tengt
hinum háheimspekilegu trúarskoðunum hans. Það er í raun-
inni erfitt að ætla sér að vera dómbær um leikrit sem At the
Hawk’s Well og The Only Jealousy of Emer án þess að kunna
þess allgóð skil, hverjum rótum þau standa í írskum sögum.
Alltaf rekumst vér á Cuchulain i leikritmn þessum, hetjuna
í mannsmynd, ósérplæginn, æðrulausan og leitandi. Og Yeats
var ekki einn um þennan skilning, því að snemma á þess-
ari öld notuðu foringjar sjálfstæðishreyfingarinnar sér þetta