Skírnir - 01.01.1952, Síða 29
Skírnir
Irskar sögur og ensk-írskar bókmenntir
25
einnig. Einn vor mesti foringi, Pearse, sem í tilbót var all-
gott skáld og leikritahöfundur, fræddi nemendur sína um
írskar sögur og vakti þá til aðdáunar á Cuchulain. Börðust
margir þeirra í Aðalpósthúsinu 1916, en þar hefst uppreisnin
það ár, þegar lýðveldisherinn tók húsið. Og í Aðalpósthúsinu
stendur í dag til minningar um uppreisnina bronsmynd af
Cuchulain, bundnum við steinsúluna, deyjanda með sverð í
hendi:
„Þegar Pearse kvaddi Cuchulain í lið með sér, hvað var það
þá í rauninni, sem gerðist í Pósthúsinu? Eru nokkrir útreikn-
ingar, tölur eða mælingar færar mn að svara þvi?“ x)
Þannig komst Yeats að orði, sem skildi, að hann hafði ein-
ungis breytt sögum í bókmenntir, en Pearse aftur á móti
snarað þeim inn í lífið sjálft. Ég nefni þetta til þess að sýna,
hvernig sögurnar og lífið sjálft geta runnið saman og hve
mjótt getur verið á mununum milli sagnapersóna og raun-
verulegra manna og skammt úr ævintýraheimum yfir í okkar
veröld eða öfugt.
Freistandi væri að fylgja sögunum eftir í skáldskap Yeats
frá The Wanderings of Oisin til Last Poems og sýna, hvernig
þær hafa í fyrstu veik rómantísk áhrif, en eru síðan teknar
fastari tökum og verða loks efni í flókið og persónulegt tákn-
mál. En ég verð að halda áfram, svo að ég geti a. m. k. minnzt
lauslega þeirra rithöfunda, sem fylgdu honum inn í þenna
sagnaheim; Lady Gregory, sem tók þaðan efni í mörg leik-
rita sinna; J. M. Synge, en hans Deirdre of the Sorrows er allt
önnur en Deirdre Yeats; George William Russell, sem blandar
írskri goðafræði saman við sína eigin blöndu af guðspeki og
náttúrudýrkun. Verður hinn mismunandi stíll þeirra hezt skil-
inn í sambandi við Deirdre-söguna, eins og ég vona mér takist
að sýna hér á eftir. Nægir hér einungis að nefna, að írskra
sagna gætir í öllum þeirra verkum, hvort sem þær heldur
leggja þeim til efni og form eða vekja með þeim hugmyndir.
Á þriðja tug aldarinnar voru irsku sögurnar orðnar að
nokkru út undan. Yeats hafði kulnað frá þeim, þó að hann
1) „When Pearse summoned Cuchulain to his side what stalked through
the Post Office? What calculation, number, measurement replied?“