Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 30
26
Roger McHugh
Skírnir
kæmi aftur að Cuchulain og Conlaoch í síðasta leikritinu,
sem hann samdi. Synge var fallinn frá. Hið ljóðræna skeið
hinnar írsku þjóðernisvakningar var á enda runnið. f kjölfar
írska frelsisstríðsins 1916—21 hafði siglt borgarastyrjöld 1922
—24, hin hetjulega barátta smáþjóðar gegn heimsveldi hafði
snúizt í bræðravíg. Hermenn frelsisstríðsins voru næstum því
orðnar sagnahetjur, meðan þeir voru enn á lífi; nú var hins
vegar öruggt, að hetjuskapurinn yrði dreginn í efa.
Leikhús vort speglaði þetta viðhorf, og hetju- og sagnaleik-
rit urðu síður vinsæl. Það var og annað, sem kom til, en stjórn-
málaviðhorf samtíðarinnar. Um þessar mundir var leikhúsið
sem þjóðleg stofnun einungis 21 árs að aldri. Nýir leikrita-
höfundar komu fram og æsktu þess, að leikhúsið sneri skugg-
sjá sinni að samtíðinni, því að hún væri auðug að alls konar
efnum, sem vel væru fallin til leiks, — barátta bænda og
tilkall þeirra til landsins, aukin stjórnmálaáhrif miðstéttanna,
þjóðfélags- og trúarstefnur og árekstrar í þeim efnum í írsk-
um þorpum og bæjum, umfram allt gamanhlið hins írska
þjóðlífs. Raunsæisleikrit, þjóðfélagsleikir og gamanleikir tóku
að ryðja sér til rúms; var það og eitt höfuðeinkenni þriðja
tugs aldarinnar í Evrópu.
En þótt sögurnar ættu ekki lengur upp á pallborðið í leik-
húsunum, fór því fjarri, að þær væru horfnar úr vitund hinna,
sem sömdu ekki leikrit. Verð ég tímans vegna einungis að
nefna tvö dæmi, hið fyrra Eimar O’Duffy. Hefur hann ritað
skáldsögu um borgarastyrjöld og kallað hana táknrænu nafni:
The Wasted Island, samdi og snemma leikrit eftir írskri sögu
áþekkri sögunni af svíninu hans MacDathos. f beztu skáldsögu
sinni, King Goshawk and the Birds (1926), notar hann sög-
urnar á annan hátt.
King Goshawk and the Birds hefst á einhverjum ótiltekn-
um tíma í framtíðinni, þegar heimin-inn allur lýtur einum
fjármálamanni. Heitir Goshawk konungur, og byrjar sagan á
því, eftir fyrirmynd Táin-sögunnar, að Goshawk konungur
ræðir í rekkju við hina ágjömu konu sína, Guzzelindu, sem
minnir hann á, að hann hefur ekki enn þá staðið við það
loforð sitt að kaupa handa henni alla söngfugla heimsins. Og