Skírnir - 01.01.1952, Page 32
28
Roger McHugh
Skírnir
hóruhúsþætti sömu bókar er nokkuð af ofsa og skelfingu hins
keltneska andrúmslofts; og Finnegarís Wake er full af tilYÍs-
unum til slíkra atburða í sögunum sem þess, er Conlaoch er
veginn af föður sínum, Cuchulain.
Fyrst áhrif hinna írsku sagna á útlaga vora, sem þá Joyce
og Stephens, voru svo sterk, þarf ekki um það í grafgötur
að ganga, að írskir samtíðarrithöfundar, þeir er heima dvelj-
ast, láta þær að einhverju til sín taka. Má þar nefna sem
dæmi skáldin Kavanagh og Rogers. En tveir beztu smásagna-
höfundar vorir, þeir Frank O’Connor og Sean O’Faolain, hafa
gert margar afbragðsþýðingar úr geliskum bókmenntum, og
vinnur hinn fyrrnefndi nú að nýrri þýðingu Táin-sögunnar.
í heimi leiklistarinnar hefur starfsemi Lyric Theatre undir
stjórn Austins Clarkes bætt upp að nokkru síðasta áratuginn
sinnuleysi Abbey-manna um hetjuleiki. Birtist fyrsta skáld-
verk Clarkes á þriðja tug aldarinnar, og á hann mikið lof
skilið. En hin mikla frægð Yeats hefur skyggt á verk hans,
og ætti Clarke að vera meiri sómi sýndur. Frá því er hann
gaf út The Cattledrive in Connaught (1925), frásagnarkvæði
reist á Táin-sögunni, hafa hæfileikar hans þroskazt við áhrif
írskra sagna og ljóða, er lagt hafa honum til margt efnið og
hinn fágaðasta skáldskaparstíl. Sjáum vér hér t. d. mynd af
Graniu úr öðru frásagnarkvæði hans, The Vengeance of Fionn:
Handan við roðnandi hagþorn
stóð hún í ferskum blæ
og hagræddi hvítum fingrum
hársins vindsnortna sæ.
Hún leit yfir húmdökka hylji,
sem hjúpar hinn nakti reyr
og letilegt heiðarlyngið,
en gat ekki greint neitt meir’
en mýranna froðufölu blóm,
er gengu í öldum undan vindsins skóm.1)
1) Þýðingin er eftir Jakob J. Smára. Frumtextinn:
She stood beyond the reddening hawthorns
Out in the wild air
And gathering back with white-lit fingers
Her wind-loosened hair.