Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 35
Skírnir
írskar sögur og ensk-írskar bókmenntir
31
á leið til hvílu sinnar, þegar barnið kallar upp í kviði hennar, svo að
heyrist um allt húsið. . . . Leggur Cathbad þá hönd é kvið konunnar, en
bamið litla gellur við fyrir innan. „Já, sem ég er lifandi," segir hann,
„þetta er meybarn. Deirdre skal hún heita, og illt skal af henni hljót-
ast.“ . ..
„Tökum meyna af lifi,“ hrópuðu hinir ungu Úlaztirsmenn. „Víst ekki,“
sagði Conor. „Látið færa mér hana í fyrramálið, og hún mun verða alin
upp að mínum vilja, og hún skal verða konan min.“
Og Deirdre er alin upp annars staðar, þar sem hún sér ein-
ungis fósturmóður sína og fósturföður og konu, sem kölluð
er Leborcham. Einn dag sér hún fósturföður sinn flá kálf í
snjónum; og hrafn kemur að drekka blóðið:
„Fagur mundi sá maður vera, er hefði þessa þrjá liti,“ sagði Deirdre;
„hérið hrafnsvart, vangana rjóða sem blóð og líkamann snjóhvitan." Le-
borcham segir henni, að hún hafi lýst Naoise, einum af þremur Usna-
sonum. „Ekki tek ég á heilli mér,“ segir Deirdre, „fyrr en ég sé hann.“
Maður þessi er einn þriggja bræðra, sem allir eru snjallir
bardagamenn, söngvarar og veiðimenn. Skömmu síðar hittir
Deirdre hann. Fundi þeirra og bláköldum orðaskiptum er
þannig lýst:
„Falleg er sú hin unga kviga, er hleypur fram hjá mér!“
„Vel mega kvigurnar vera stórar, þar sem engin eru nautin."
„Þú hefur að nauti naut alls Úlaztírshéraðs, sjálfan Conor, konung í
Úlaztíri."
„ . . . . Ég mundi taka mér ungt naut, jafnvel á borð við þig.“
„Það vil ég ekki svo sannarlega, því að ég óttast spádóma Cathbads."
.... Hún stökk á hann og greip í bæði eyrun á honum:
„Þú skalt hafa tvö eyru, þau skömm og svívirðing, ef þú tekur mig
ekki með þér.“
Naoise lætur tilleiðast, og Deirdre og Usnasynirnir þrír
flakka um Irland um hríð, en flýja siðan til Skotlands sökum
þess, að menn Conors hafa veitt þeim eftirför. Synirnir þrír
þjóna Skotlandskonungi í ófriði nokkurt skeið; en þrátt fyrir
margar varúðarráðstafanir sér Skotakonungur Deirdre og
krefst að fá hennar. Hann neytir bragða, beitir svikum, safn-
ar að lokum liði til að fara með forsi, og flóttamennirnir fjórir
leita hælis á eyju fyrir ströndum Skotlands.
Fregnir af háska þeirra berast til Ulaztírs, og biðja kapp-
arnir Conor að veita þeim vernd. Og Conor, sem Deirdre hefur