Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 36
32
Roger McHugh
Skirnir
svikið fyrir mörgum árum, gefur þeim kost á að snúa heim.
Sendir hann þeim þrjá menn sem gísla til tryggingar griðum:
Fergus og son hans, Dufþak, og son sinn, Kormak. En þegar
flokkurinn kemur til Irlands, fer tvöfeldni Conors að koma
í ljós. Fergus er undir þeim álögum að hafna aldrei veizlu.
Fjn-ir tilstilli Conors er Fergusi boðið til veizlu, og tefst hann
við það ásamt hinum tveimur gíslunmn. Usnasynir eru á
hinn bóginn skuldbundnir til að neyta ekki matar, fyrr en
þeir koma til hirðar Conors; og koma þeir því þangað án
gíslanna.
Við hirð Conors er um þetta leyti staddur höfðingi einn að
nafni Eoghan mac Durthacht, fjandmaður hans um langt
skeið, en þarna kominn til að semja frið. Er Eoghan nú feng-
inn sá starfi að ráða synina þrjá af dögum, og það gerir hann
og málaliðar hans með honum. „Og Deirdre var færð Conor
á vald,“ hermir hin gamla sögn, „og hendur hennar bundnar
á bak aftur.“
Fergus og hinir tveir gíslarnir koma of seint, en fella marga
af mönnum Conors, kveikja í höll hans og halda síðan á braut
til liðs við fjandmann hans, Maeve drottningu af Kunnáktum.
Kemur frásögn þessi þannig heim við aðalsöguna, er hún
skýrir, hvernig á því stendur, að Fergus og aðrir Úlaztírs-
menn eru í her Kunnáktamanna í innrásinni í Úlaztír.
Undir lok sögunnar er skotið inn löngum harmatölum, þar
sem Deirdre harmar Usnasynina þrjá, syrgjandi í húsi Con-
ors, og lokin eru einföld og sterk:
Deirdre lifði ár í húsum Conors, og allan þann tíma stökk henni ekki
eitt einasta bros, hún neytti hvorki þurftar sinnar af mat né svefni, og
hún lyfti ekki höfði frá knjám. . . .
„Hvern hatar þú mest af þeim, er þú sérð nú?“
„Þig, þig sjálfan, Conor, og þá Eoghan Durthachtsson."
„Þá skaltu búa ár með Eoghan."
Conor fær Eoghan hana þannig hrakta, og þau stíga þrjú
upp í vagn Eoghans og halda að húsi hans. Getur Conor ekki
stillt sig um að hæða hana:
„Ha, Deirdre, augnaréðið, sem þú sendir okkur Eoghan núna, er eins
og augnaráð gimbrar, sem lent hefur milli tveggja hrúta!“