Skírnir - 01.01.1952, Síða 38
34 Roger McHugh Skírnir
Conor því Fergus, öruggur í þeirri vissu, að reiði Fergusar
muni ekki bitna á sér.
Persónulýsingar og efnisatriði eru þannig færð í stílinn
á áhrifamikinn hátt í rómantísku gerðinni. Og hvergi sjást
þessi frjálsu listartök eins vel og í persónu Deirdre sjálfrar.
1 stað þess að vera blátt áfram og hrekklaus kvenmaður er
hún full með grun og sér sýnir. Þegar Fergus og synir hans
tveir, Iolann og Buinne, er fylgja honum sem gíslar, koma
til Skotlands, reynir hún að láta sem hún heyri ekki þrjú
köll, er þeir boðuðu með komu sína, vegna sýnar, sem hún
hafði séð:
„Þrír fuglar, allir meS hunangsdropa, og skildi hver þeirra eftir hjá
oss dropa af hunangi, en tók aftur dropa af blóði voru; eigi er hunang
sætara en friðarboð slægviturs manns.“
En Naoise reiðir sig á orð konungsins, og þau halda heim.
Við hvern áfanga reynir Deirdre að telja honum hughvarf
með því að segja honum frá sýnum sínum. Þegar þau nálgast
höll Conors, og Fergus er nú ekki með þeim, því að hann
hefur dvalizt eftir að veizlum, en synir hans þó í förinni,
Iolann og Buinne, sér Deirdre sýn: Iolann, höfuðlaus, dauður,
á þeirra bandi, en Buinne allur upp á móti þeim. Þegar að
höllinni dregur, sér hún blóðský á himni. En Naoise og bræð-
ur hans vilja ekki taka mark á henni.
Nær sagan hámarki tiltölulega fljótt eftir þetta. Deirdre
og Naoise leika að tafli í gestaskála Conors. Conor sendir
njósnara til þess að athuga, hvort hún sé enn þá jafnfögur.
Hinn fyrri varar Deirdre við áformum Conors, snýr aftur
og segir Conor, að Deirdre sé orðin gömul og ljót, ef hann
mætti þannig fá hann ofan af hefndinni. Síðari njósnarinn
er blindaður á öðru auga af Naoise, sem kastar í hann tafl-
manni, en hann fer þó aftur og segir Conor, að feginn mundi
hann vilja fórna hinu auganu til að sjá hana öðru sinni.
Afbrýðisemi Conors og löngun er nú vakin, og menn hans
umkringja gestaskálann. Buinne veldur miklu mannfalli í liði
tJlaztírsmanna, en þiggur mútur af Conor og snýst á sveif
með honum. Hinn sonur Fergusar, Iolann, er felldur þar,
sem hann berst fyrir Deirdre. En Usnasynirnir þrír veita