Skírnir - 01.01.1952, Page 40
36
Roger McHugh
Skírnir
Russell túlkar þau, bæði fórnardýr örlaganna. Deirdre og
Naoise eru látin finnast fyrir tilstilli náttúruguða. Það eru
örlög Conors að gerast lagavörður og verndari einingar meðal
fra. Tjaldið fellur, í háðungarskyni, er þeir Conor og Fergus
standa andspænis hvor öðrum með sverð í hendi. Elskend-
urnir sameinast í dauða, til þess neydd af náttúruguðum.
Conor, sem bundinn er af lögunum, fær ekki sigrazt á lögum
náttúrunnar og tekst ekki heldur að varðveita þá einingu, sem
hann hefur beitt sér fyrir.
Þetta leikrit Russells er ekki sérstaklega tilþrifamikið, en
skemmtilegt er, að hann hefur sleppt ýmsrnn atriðum, er voru
í útgáfu Lady Gregory af rómantísku gerðinni, og varð efnið
hjá honum því ekki fjarri einfaldleika eldri gerðarinnar.
Gerð Lady Gregory hefur vafalaust verið efniviður sá, er
Yeats sneið sína Deirdre úr, því að hann hefur sjálfur getið
um það. Vitum vér því með vissu, að hann hefur stuðzt við
þaulunna gerð sögunnar, sem hann sverfur síðan til eftir sí-
gildum fyrirmyndum, hefur persónur svo fáar sem unnt er
(sleppir t. d. tveimur bræðrum Naoise), lætur leikritið byrja
rétt undir lok með komu Deirdre og Naoise í gestaskála Con-
ors, en þriggja manna kór söngleikara kynnir áheyrendum
það, sem á undan hefur gerzt, og hvernig ástatt er, líkt og
grískir kórar voru látnir gera:
Fyrsti söngleikari: Ég hef sögu að segja, förumenn,
sem hefur blandazt svo ævintýrum í söngvum vorum,
að allt virðist sem í ævintýri. Það vill svo til, að við erum komin
í land Conors konungs, og þetta hús
er gamall gestaskáli, reistur yfir ferðamenn,
þá er koma frá ströndinni til konungshallar Conors,
og í skógum þessum eru nokkrar hæðir,
og þar ólst Deirdre drottning upp.
Annar söngleikari: Sú hin fræga drottning,
sem lagt hefur land undir fót með elskhuga sínum, Naoise,
einhvers staðar handan endimarka veraldarinnar?
Fyrsti söngleikari: Það munu vera tólf
ár, síðan Conor konungur fann
hús uppi í einni hlíðinni í skógi þessum
og þar barn og kerlingarnorn, er skyldi gæta þess,