Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 44
40
Roger McHugh
Skírnir
Samt var það eitthvað meira, sem skapaði Deirdre Synges;
vissan fyrir því, að hann færi að deyja. Lét hann svo um
mælt, að öll verk sín yrðu til úr blæbrigðum lífs síns, og
þegar hann var að semja leikritið, vissi hann, að dauðinn var
í nánd. Andspænis dauðanum, sem svipti hann færi á að
endurskoða allt nema þriðja þáttinn, hlýtur honum að hafa
verið líkt innanbrjósts og Deirdre í lok leiksins, er hún segir,
áður en hún ræður sér bana:
„Ég hef lagt sorgirnar fré mér eins og gamlan skó, sem er orðinn shtinn
og ataður. Það er ekki svo lítið að vera laus við grá hár og skröltandi
tennur. Á slíku lífi áttum við völ í skógarrjóðrunum, og í gröfinni getur
ekkert grandað okkur.“
Þegar því skáldsagan Deirdre eftir James Stephens kom út
1923, höfðu þrjú helztu skáld vor notað Deirdre-söguna i leik-
rit. Stephens kýs að segja sína sögu í skáldsagnaformi. Hann
hefur meira svigrúm og notar því rómantísku gerðina í mun
ríkari mæli en hægt er í leikritum, sem eru miklu þrengri í
sniðum. Bókin er full af kynjum og nokkuð á reiki, hvernig
hann fer með þær, enda er svo um Stephens, er hann hverfur
frá hinu eðlilega og yfir í hið yfirnáttúrlega.
Enginn leikritahöfundanna þriggja hafði farið lengra
aftur en að fundi Deirdre og Naoise og brotthlaupi þeirra.
Stephens notar sér skáldsagnaformið, hið mikla svigrúm þess,
og sækir efni í aðrar sögur til þess að dýpka persónulýsing-
arnar. Segir ein gerðin t. d., að Maeve af Kunnáktum hafi
áður verið gift Conor í Úlaztíri, en skilið við hann. Notar
Stephens þetta í skapgerðarlýsingu Conors og til þess að fá
honum enn frekari ástæðu til hefnda:
Þótt hann léti ekki flótta hennar á sig fá frammi fyrir öðrum, harm-
aði hann Maeve og þráði hana ákaft í einrúmi; og sú sýki, sem leggst
á þann vilja, sem fær ekki sínu framgengt, greip hann og nagaði sig inn
í hug hans og hjarta.
Og þessi innibyrgða reiði brýzt fram, þegar hann er svikinn
síðar á árum af annarri konu, Deirdre.
Gefur Stephens oss þannig, án þess þó að víkja frá sögu-
efninu, víðari yfirsýn, þar eð rúmur helmingur bókarinnar
fjallar um það, sem gerist, áður en Deirdre flýr. En Stephens