Skírnir - 01.01.1952, Page 45
Skírnir
Irskar sögur og ensk-írskar bókmenntir
41
gerir meira en víkka sjónarsviðið. Af öllum rithöfundum
vorum er hann einna mestur snillingur í hinum næmu, hálf-
dularfullu mannlífslýsingum sínum. Hér lýsir hann t. a. m.
Deirdre, þegar kveneðlið er að vakna í henni:
Á næturnar gat tunglið leitað svo ákaft á hana, að hún varð að fara
út úr rúminu og ganga á tánum um dimma ganga, unz hún var komin
á vettvang. Það voru nú meiri ráðin, sem hún fékk hjá þessari skínandi
drottningu. Eða var það hin agndofa þögn, sem var að hvísla orðvana,
vísbending um — hvað? Ónot fyrir hjartanu, svo að hún, sem hvergi var
smeyk, gat farið að skima í kringum sig, skelfd eins og ung hind, er
skynjar eitthvað í blænum og leggur á flótta án þess að huga betur
að því.
Henni var líkur unaður í þessari eftirvæntingu og ótta, þegar hver
taug var gagntekin af lífi, ramnrara en hana hafði grunað; þegar eitt-
hvað, sem gerðist ekki, var stöðugt að bera við; þegar henni yrði, að
henni fannst á hverju augnabliki, sögð einhver óskapa-leyndarmál! Eða
hún vöruð við einhverju, sem væri yfirvofandi eða í aðsigi!
Vér sjáum einnig hjá Stephens hina keltnesku tilhneigingu
til að ýkja í þættinum, þar sem hann lýsir því, hvernig
fóstra Deirdre kemst að raun um, að Deirdre hefur hlaupizt
á brott með Naoise:
Það var meiri angistin, sem þessi flótti hafði valdið henni! Hún hafði
skokkað og skeiðað andvarpandi um herbergi hennar og nágrennið og
kallað:
„Deirdre, Deirdre, Deirdre!"
Hún leitaði að barninu dyrum og dyngjum, en þjónarnir muldruðu
og hrópuðu, tautuðu og gerðu hróp að henni eða kölluðust á.
Hugsunin um Conor fór um hana eins og nístandi skelfing, hún vissi
ekki sitt rjúkandi ráð, og það var líkt og hver þrumugnýrinn ræki annan.
Það verður að segja honum það.
Að svo búnu fitjaði hún upp á nefið líkt og tunglær hundur og rak
upp hvert veinið af öðru, unz allar nálægar nornir höfðu forðað sér út
í yztu skot eins og mýs, þegar ótti kemur að þeim, og þær tóku undir
með henni, öskruðu til hennar og upp í loftið.
Hún fór til Conors.
Hún stóð fyrir utan dyrnar tautandi og gónandi, þrammaði síðan inn
og hvíslaði að honum:
„Hún er farin.“
Lavarcham einblíndi á konunginn, sem varð í framan eins og eftir-
væntingin og undrunin höggvin í forngrýti.
„Hún er farin, Deirdre litla er farin,“ hrópaði hún og sneri við lóf-