Skírnir - 01.01.1952, Síða 48
44
Steingrímur J. Þorsteinssön
Skírnir
Og söngur þinn hertist, og hækkandi fór hann,
unz hafðirðu kveðið sjálfan þig stóran.
Það má þykja furðulegt, að maður, sem er ekki nema
fimmtugur, skuli eiga að baki sér rithöfundarferil, sem nem-
ur þriðjungi aldar. En svo snemma sagði eðlið til sín, svo
sterk var hvöt 17 vetra piltsins, er gaf út á eigin kostnað
fyrstu hók sína, Barn náttúrunnar, við lok heimsstyrjaldar-
innar fyrri, tun sama leyti og út komu fyrstu ljóðabækur
Stefáns frá Hvítadal og Davíðs Stefánssonar og Fornar ástir
Sigurðar Nordals. Þótt æskuverk Halldórs hyrfi að vonum
í skugga þessara hóka, hefur hann ekki síðan hvikað út af
rithöfundarbrautinni — hann er fyrsti Islendingur, sem hef-
ur helgað sig því einvörðungu að rita skáldskap á íslenzku,
og fyrsti íslenzki rithöfundur síðari alda, sem vinnur verkum
sínum rúm í heimsbókmenntum samtíðar sinnar, hafandi
samið þau öll á íslenzku.
Þótt mikið af starfi rithöfundar sé fólgið í því að hafna
og strika út, eins og Laxness hefur sjálfur sagt, er það þó
ekkert smáræði, sem staðizt hefur þá prófraun hans. Því að
frá hans hendi hefur komið út meira en ein bók árlega í
þessi 33 ár, eða hart nær 40, þótt frumútgáfur einar séu
taldar, þar af um 30 bækur frumsamdar og rúmar 20 þeirra
frumsaminn skáldskapur. Þetta eru skáldsögur, smásagna-
söfn, leikrit og kvæðakver — ritgerðasöfn, ferðabækur og trú-
varnarrit — skáldsagnaþýðingar og útgáfur gamalla íslenzkra
rita.
Nú er ég manna ófúsastur til að meta höfunda að binda-
tölu eða mæla þá í hillumetrum. En þegar saman fara mikil
afköst og andleg frjósemi — sem er í sjálfri sér alls óskyld
öllu framleiðslumagni — og virðing fyrir „vegleik og vanda
skáldskaparins“, þá er það mikils metandi, að pundið er ekki
grafið í jörðu.
Mér flýgur í hug skrýtla, sem ég heyrði einhverju sinni
um Halldór. Hann hafði á æskuárum gengið undir skólapróf,
þar sem hann átti m. a. að gera íslenzkan stíl, sem fann ekki
náð fyrir augum dómendanna. Það fylgdi ekki sögunni, hvert