Skírnir - 01.01.1952, Page 49
Skímir
Halldór Kiljan Laxness
45
stílsefnið hefði verið, heldur aðeins fyrsta setningin: „Sál
mín krýpur skoðandi frammi fyrir drottni.“ Hvort sem fyrir
þessari þjóðsögu er nokkur flugufótur eða ekki, hefur mér
alltaf fundizt hún hljóta að vera sönn -— hef séð í henni
unglinginn, sem býr mikið niðri fyrir, en kann hvorki hvers-
dagsmál né tök þeirrar tungu, sem honum var fyrirheitin, á
ekki heima við skólastílapúltið, en heldur burt í leit að sínum
eigin stíl — í tignandi auðmýkt og athugulli undrun yfir
dásemdum tilverunnar og leyndardómum lífsgátunnar. Og
þessi leit hefur verið þreytt á margvíslegustu vegum: Ung-
lingur um tvitugt viðstaddur kaþólskar helgiathafnir 6 stundir
daglega í 2 ár, nemandi í klausturskóla, iðkandi þar hug-
leiðsluþjálfun í þögn og einveru — en brýtur af sér viðjar
kaþólsku og klausturlærdóms. Og hálfáttavilltur í frelsinu,
ölvaður af tízkufyrirbærum heimsbókmenntanna, í sálarkvöl
leitandans og fögnuði eigin fjörtaka semur hann suður á
Sikiley Vefarann mikla frá Kasmír, þar sem frumkraftur
skáldskapargáfu hans ryðst fram, tilfinningarnar togast á og
hugmyndirnar hrönglast upp. Menn stóðu að vonum agndofa
gagnvart þessum hamhleypuskap, og ritfregnir hljóðuðu allt
frá „vélstrokkuðu tilberasméri“ til upphafs eins og „Loksins,
loksins!“ — Halldór dvelst í Vesturheimi á þriðja ár og gerist
þar sósíalisti. Skyggni sína á skáldskap hefur hann um þær
mundir skerpt til þeirra muna, að m. a. skrifar hann þá grein-
ar um Stephan G. Stephansson og Jónas Hallgrímsson svo,
að varla hefur jafnungur maður lýst þeim af slíkum næm-
leik og slíkri nærfærni. Eftir heimkomu sína frá Vesturheimi,
rétt innan við þrítugsaldur, hefur Halldór náð fullum tökum
á listgáfu sinni, með sögunum af Sölku Völku. Og hann kem-
ur þar eins og kallaður, einmitt í það mund, er þær samfelldu
og stórfelldu ljóðskáldakynslóðir, sem hófust með Bjarna
Thorarensen rúmri öld áður, eru að hverfa af vettvangi með
Einari Benediktssyni. Sú tilviljun er táknræn um þau miklu
umskipti, er hér verða í bókmenntasögunni, að sama árið og
birtist síðasta kvæði Einars Benediktssonar, Jöklajörð, þá
sprettur upp fyrsti fullræktaði teinungur hins nýja gróðrar-
ríkis, Þú vínviður hreini. Síðustu áratugina tvo hefur verið