Skírnir - 01.01.1952, Síða 50
46
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skímir
allt annar heildarsvipur yfir bókmenntunum en undanfamar
aldir, þar sem meir hefur nú látið til sín taka skáldskapur
í lausu máli en bundnu. Og engum ætti að dyljast, hvern
fyrirsess Halldór Kiljan skipar á því sviði.
Hér verða lítt raktar framar leiðir hans til þroska og gengis.
Þótt sjálfur segði hann í afmælisávarpi sínu í ríkisútvarpið,
að sín ævi hefði verið sögulaus, hefur ferill hans þó verið
jafnfjölbreytilegur í lífi hans sem list. Hérlendis hefur hann
átt heima hæði í kaupstað og sveit, dvalizt á kyrrlátri smáey,
farið yfir þver öræfi að vetrarlagi — og farið margsinnis um
þvera og endilanga Evrópu, auk dvalar í Norður- og Suður-
Ameríku, búið í stórborgum sem smáþorpum erlendis, notið
margs í hámenningu heimsins, en ekki síður oft fundið sér
næði úti í löndum til að semja bækur sínar. Hann hefur því
freistað flestra ráða, sem þroskavænleg eru: að ferðast, kynn-
ast samvistarmönnum, iðka bókmenntalestur, ástunda aðrar
listgreinar, njóta náttúrunnar — og þó öllu öðru fremur — að
einangra sig. Því að þótt stytzta leiðin til sjálfs sín liggi oft í
kringum jörðina — þá hlýtur vegferð skáldsins alltaf að
hafna í einverunni, reynsla þess að öðlast fyllingu sína á
þeim stundum náðarinnar, er það dvelst eitt með sjálfu sér
og einbeitir öllum sínum kröftum til þeirrar tjáningar, sem
að inntaki getur náð jafnóralangt út yfir öll einkamál, sér-
vizku og persónuskáldskap sem hún er þó óumdeilanlega út
gengin af einu hugskoti.
En nú er sem ég sjái og heyri suma hrista höfuðin undir
þessum lestri og muldra í barminn: Sér var það þá hver veg-
ferðin og þroskaleitin og árangurinn af að ávaxta sitt pund!
Það munu raunar ekki vera margir fulltíða Islendingar,
sem láta sér alveg á sama standa um Halldór Laxness og telja
verk hans hvorki gera til né frá. En hitt er sízt neitt laun-
ungarmál, hvorki alþjóð né Halldóri sjálfum, að ýmsir hafa
á honum megnustu skömm og telja, að verk hans hefðu betur
verið óskrifuð. Til að mynda sagði mér bóksali fyrir fáeinum
vikum, að ein af lífsreglum sínum væri sú að hafa aldrei á
boðstólum bók eftir Kiljan — og er það út af fyrir sig virð-
ingarverð kaupmennska að láta ekki stjórnast af hagnaðar-