Skírnir - 01.01.1952, Side 52
48
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skirnir
sem líta sögur Kiljans röngu auga en réttu, þótt engar tylli-
hugmyndir geri ég mér um getu mína til leiðarvísanar né
vilja hinna til að þekkjast hana. Við kunningja minn bók-
salann og aðra þá, sem eru svipaðs sinnis, langar mig þvi til
að segja þetta í fullri vinsemd:
% er ykkur alveg sammála um, að sitthvað sé ljótt í
sögunum hans Halldórs, jafnvel sumt, sem mér finnst óhugn-
anlegt eða miður smekklegt, án þess að ég fái séð nauðsyn
þess eða tilgang, hvort sem það stafar af óstýrilæti skáld-
eðlisins eða skilningsleysi mínu, nema hvorttveggja sé. En
það eru smámunir hjá öllu því tilkomumikla og fagra. Það
eru líka sjaldnast nema löturlegustu skokkarar, sem geta
aldrei hlaupið út undan sér, hversu vel sem til tamningar-
innar er vandað. Og þann mann hungrar ekki mikið — eða
honum er þá ekki við bjargandi í sínu hungri — sem þorir
ekki eða nennir ekki að neyta kjarn- og kostafæðu af ótta við,
að í henni kunni að leynast bein. En loks er það mjög mikið
álitamál, hvað sé ljótt. Þess eru ekki mörg dæmi um meiri
háttar bókmenntir, að ekki sé þar eitthvað ljótt frá einhverju
sjónarmiði, jafnvel í ævintýrum og helgisögum. Það, sem er
atburðarlega eða efnislega ljótt, getur haft skáldlega og jafn-
vel siðferðislega fegurð. Hið hryllilega, átakanlega og harm-
sögulega hefur vissulega sitt áhrifamagn, sína töfra og sitt
gildi. Annars má það þykja lítil eftirtekja af uppeldi og erfð-
um þjóðar, sem nærzt hefur öldum saman við annað eins og
Völsungakviðu hina fornu og Njáls sögu, að meta fagrar hók-
menntir eftir einni saman sólskinsblíðunni og sætleikanum.
Enn hatrammlegar stangast það þó á, að þeir hinir sömu, sem
hallmæla höfundi fyrir að lýsa stundum einhverju því, sem
þeim finnst ekki fallegt, skuli jafnframt krefjast þess, að
skáldskapur hans sé sem sönnust eftirlíking raunveruleikans.
Þessir viðburðir hafa ekki gerzt né geta gerzt, þessar per-
sónur hafa ekki verið til né geta verið til, segja sumir. Sög-
urnar eru ekki sannar.
Það er eftir því, sem það er metið. Engar þær bókmenntir,
sem hafa snefil af skáldskapargildi, eru í öllu óbreytt endur-
speglun veruleikans, jafnvel ekki hjá harðsvíruðustu raun-