Skírnir - 01.01.1952, Page 57
RÍKI PLATONS
ÞÝÐINGARBROT EFTIR JÓN GÍSLASON
Vizkunnar veglegi son! Þú voldugi, guSlegi Platon!
Hví hefur Dante þig hart helvítis fylgsniS í sett?
Þú, sem aS lýsir sem Ijós um langar aldanna brautir,
guS því aS sfálfur þér gaf guSlega snilli og mœrS.
Nýja þú vaktir upp rödd í Hellas heiSríkum himni,
enginn þaS eftir þér lék andans aS kanna svo djúp.
Þú, sem aS drottin sást á sólfögrum sitjandi stóli,
sveiflandi hnöttum í hring, hugmynda fegursta sveim!
Hví skyldi guS ekki gefa þér náS, þó þú gætir ei trúaS
Kristi, sem kominn ei var kvölum aS þjást fyrir synd3
Benedikt Gröndal.
NOKKUR FORMÁLSORÐ.
Stundum staldra Islendingar við til að furða sig á afrekum sínum síð-
ustu mannsaldra. Þeir hafa á skömmum tíma séð götuslóða breytast í
þjóðbrautir, kargaþýfi í eggsléttar túngrundir. Á rústum torfbæjanna
hafa risið vistleg og björt húsakynni, sjávarþorpin sum kastað verbúða-
haminum og skapað sér nýjan og fagran hibýlakost. Árabátar hafa þokað
fyrir vélknúnum förum, klyfjahesturinn fyrir bifreiðinni. Skammdegis-
myrkrinu sundra þúsundir rafljósa frá aflstöðvum og orkuverum, sem
breyta straumþunga fallvatna i ljós og yl. Framtak, verkmenning og fjár-
magn hafa rennt stoðum undir nýja framfaraöld, vorsól runnið yfir
freðna fold.
En sóknin má aldrei stöðvast. Gæði lífsins kosta látlausa baráttu. Og
í andlegum efnum að minnsta kosti ber nauðsyn til að sækja fastar fram,
ef þjóð vorri á að auðnast að vaxa fram til fulls sjálfstæðis einnig þar.
Benda mætti á fjölmargt þessum orðum til stuðnings, en hér skal aðeins
eitt dregið fram. Ýmis helztu rit hinnar klassísku fomaldar, þar sem upp-
taka er þó að leita að flestum kvíslum evrópskrar menningar, eru enn
óþýdd á íslenzka tungu. Á meðan svo er, hljóta að verða óþægilegar
gloppur í bókmenntum vorum, viðleitni vor til sjálfstæðs menntaþroska
að linast. Eitthvað þykir varhugavert, þegar raforkuver skilar aðeins hálf-
um straumi. En það er engin fjarstæða að segja, að líkt sé farið menn-
ingarlífi Evrópuþjóðar, sem vanrækir tengslin við andlegt upphaf sitt. Að