Skírnir - 01.01.1952, Side 59
Skírnir
Ríki Platons
55
hann fyrirlitningu á því og andúð á lýðræði. Hvarf Platon nú brott frá
Aþenuborg og ferðaðist viða. Um 380 f. Kr. b. stofnaði hann skóla, Aka-
demíuna, i Aþenuborg. Var menntastofnun þessari komið á laggirnar i
húsi, sem Platon átti. Stóð það í garði, sem helgaður var fornsagnahetju
þeirri, er Akademos hét. Starfaði Akademia Platons í röskar níu aldir,
unz Jústinían keisari lét loka henni árið 529 e. Kr. b. Er það lengri starfs-
timi en flestir háskólar vorra tíma eiga að baki. Megnið af sinni löngu
ævi kenndi Platon þarna. Samt varð þar nokkurt hlé á, er hann gerði
tilraun til að láta til sin taka í raunhæfum stjórnmálum, að vísu ekki í
ættborg sinni, heldur á Sikiley. Um þær mundir háðu Grikkir, þeir er
þar bjuggu, úrslitabaráttu við Púnverja. Forvigismaður Grikkja var Díó-
nýsios I., sem stýrði Sýrakúsuborg í þrjátíu ár. Um sina daga tókst hon-
um að króa Púnverja inni á vesturhluta eyjarinnar. En að honum látnum
tók við völdum Díónýsíos II., ungur maður, innan við þritugt. Einhver
handgengnasti maður hjá hinum unga þjóðhöfðingja var fyrst í stað
Dion, sem verið hafði lærisveinn Platons og honum kær. Bauð hann nú
meistara sinum, sem þá var kominn yfir fimmtugt, að koma til Sýrakúsu
og annast menntun hins unga valdhafa þar. Platon þá boðið. í samræmi
við uppeldiskenningar sínar byrjaði hann á að láta Diónýsíos nema stærð-
fræði. En fjórum mánuðum síðar féll Dion í ónáð og var útlægur ger.
Honum fylgdi Platon. Að vísu kom hann aftur eftir fáein ár. En þá .tók
ekki betra við. Spekingurinn og þjóðhöfðinginn urðu brátt sundurþykkir.
Bar Díónýsíos það á Platon, að hann torveldaði sér ætlunarverk sitt, að
frelsa hinar grísku borgir á Sikiley undan oki Púnverja, hann léti sig
sóa tíma í að glíma við þrautir í flatarmálsfræði, sem betur væri varið
til stjómarstarfa. Það er líka mála sannast, að heimspekingar hafa sjaldan
langæir orðið hjá þjóðhöfðingjum, er þeir hafa viljað orka á stjórnar-
stefnu þeirra eða stjórnarathafnir. Hvernig fór ekki um vinfengi Friðriks
mikla og Voltaires? Það er líka slæm útreið, sem týranninn, hinn einvaldi
harðstjóri, fær í Ríki Platons. Kemst spekingurinn m. a. með sérstökum
útreikningi að þeirri niðurstöðu, að slíkur týrann sé 729 sinnum vansælli
en heimspekingurinn, hinn óeigingjarni leitandi sannleikans og vörðui
hans. Harðstjórinn er, að dómi Platons, maður, sem vakandi lifir stöðugt
í sams konar hugarástandi og aðrir menn komast i einstöku sinnum sof
andi og þá í auvirðilegustu og spilltustu draumum sinum.
Hugsjónamaður var Platon einn hinn mesti, en jafnframt brennandi í
andanum að koma umbótahugmyndum sínum á framfæri, svo að þær
fengju orkað á mennina, einkum þá, sem aðstöðu höfðu til éhrifa og
valda. Þess vegna hefur hann einmitt ritað svo margt um stjómfræði
Kenningar sínar um þau efni hefur hann þó aðallega sett fram i tveim-
ur ritmn, er nefnast RíkiS og Lögin.
Ríki Platons skiptist i tíu „bækur“ eða aðalkafla. Fer hér á eftir i
íslenzkri þýðingu upphaf fyrstu bókar. Hefur þessi inngangur löngum
þótt listafagur, í senn áhrifamikill og létlaus, og þó næsta skáldlegur: