Skírnir - 01.01.1952, Side 60
56
Jón Gíslason
Skímir
ungu mennirnir, sem sveima kringum spekinginn Sókrates, hátið gyðj-
unnar, reiðmennirnir með blys á lofti, öldungurinn hári og prúði,
öllum þessum atriðum skipar Platon niður á þann hátt, að úr verður
hugstasður forleikur að sjálfu aðalverkinu. — Vinur Sókratesar í Píreus
nær honum á förnum vegi og fær talið hann á að koma heim með sér.
Af þessum neista, þessari yndislegu tilviljun, tendrast það bál, sem „Rikið“
er steypt við. öldungurinn Kefalos, hinn lífsreyndi maður, sem með
sóma er að nélgast endamark æviskeiðs síns, vekur löngun Sókratesar til
að fræðast um ellina. Upp af samtali þeirra sprettur svo spurningin:
Hvað er réttlæti? Kefalos smeygir sér samt bráðlega út úr rökræðunum.
Hann, hinn sveigi krýndi prestur heimilisins, þarf að fara að sinna fórn-
inni. Sonur hans, arftaki hans, tekur við þræði samtalsins af föður sinum.
Er þeir Sókrates hafa komizt að raun um, að það „að gjalda hverjum
sitt“ sé ófullnægjandi skilgreining á réttlætinu, ætla þeir að halda rann-
sókninni áfram. En þá grípur fram í fyrir þeim með miklmn þjósti
maður einn viðstaddur, Þrasýmakkos að nafni, sófisti eða „vizkukenn-
ari“. Setur hann ofan í við Sókrates fyrir lævíslegar aðferðir, þegar
hann er að ginna menn út á hélan ís með spumingum sínum. Mergur-
inn málsins hjá Þrasýmakkosi er, að „réttlætið sé aðeins hagsmunir hins
sterkara". Þessa staðhæfingu rannsakar Sókrates. Kemst hann loks að
þeirri niðurstöðu, að réttlætið sé dyggð eða máttxn- sálarinnar, en rang-
lætið vanmætti hennar. Réttlátur maður er samkvæmt því hamingju-
samur, en ranglátur vesæll. En vissulega er það ekki ébati að vera vesæll,
heldur hitt að vera hamingjusamur. Að athuguðu máli getur því rang-
lætið aldrei verið ábatavænlegra en réttlætið.
í lok fyrstu bókar dregur Sókrates síðan saman í stuttu máli það, sem
þegar hefur verið sagt. Finnst honum þá sem hann hafi farið eins að og
sælkerarnir, sem gírugir bragða á hverjum nýjum rétti, áður en þeir
hafa notið til fulls hins, sem framreiddur var næst á undan. Hann hafi
rétt aðeins drepið á ýmis atriði, sem snertu þessa mikilvægu spurningu:
„Hvað er réttlæti?", án þess að gera þeim full skil. Rannsókninni verður
því að halda áfram. Er því fyrsta bókin öll í rauninni aðeins forspjall
að ritinu í heild.
Bræður Platons, Glákon og Adeimantos, sem eru meðal viðstaddra, gera
sig ekki ánægða með hinn auðunna sigur yfir Þrasýmakkosi, þó að þeir
séu að vísu algerlega sammála Sókratesi. Þeim finnst nauðsyn til bera,
að fundin verði svo ótvíræð sönnun þess, að réttlæti sé betra en ranglæti,
að unglingurinn, sem stendur í óvissu á krossgötum, á báðum áttum,
hvort hann á að halda braut réttlætis eða ranglætis, sannfærist um, að
það sé með óyggjandi vissu farsælla að vera heldur en aðeins virSast vera
réttlátur. Þeir setja sig þvi bræðurnir í spor Þrasýmakkosar og flytja hans
mál, líklega af meiri rökvisi og snilli en formælendur kenningar hans
hafa nokkru sinni gert.
En maðurinn er félagsvera. Það reynist því ógerlegt að rannsaka