Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 61
Skímir
Ríki Platons
57
sálfræði- og siðfræðivandamál mannsins án þess að athuga jafnframt hið
félagslega umhverfi, samfélagið, sem hann er sprottinn upp úr. Sókrates
stingur því upp á að rannsaka eðli réttlætis og ranglætis eins og slíkt
kemur fram í stækkaðri mynd í samfélagsheildinni, þjóðfélaginu, en prófa
síðan þær niðurstöður, sem þannig nást, með því að heimfæra þær upp
á manninn, einstaklinginn. f þessari rannsókn brýtur Platon sér miskunn-
arlaust braut að kjarna málsins: stéttaskiptingunni, sambandi kynjanna,
eignaskipan og stjórnarfari. Og hvergi er hvikað frá þeim niðurstöðum,
sem rannsóknin leiðir til. Leitin að eðli réttlætisins liggur í gegnum fyrir-
myndarríkið. Meginefni þessa rits, Ríkisins, fjallar þess vegna um það,
hvernig bezt væri að skipuleggja þjóðfélagið og stjórna því. En í rauninni
er þessi lýsing á þjóðfélagsmálum, eins og þau ættu að vera, aðeins einn
þáttur af aðalviðfangsefninu, sem er að leiða ótvíræð rök að því, að rétt-
lætið leiði til hamingju. En svo rökfimur og rökvis sem Platon er, er þó
eigi minna um það vert, hversu mikið skáld hann er. Þau sannindi, sem
hann er áður búinn að leiða í ljós með vísindalegri röksemdafærslu, endur-
segir hann oft á likingamáli skáldskaparins, sviptir tjaldi þessa sýnilega
heims sem snöggvast til hliðar og sýnir oss inn í annan heim, þar sem
staðfest eru sem í einu leiftri sannindi, er vér áður urðum að feta oss til
með erfiðri röksemdafærslu.
Sálinni líkir hann, svo að dæmi séu nefnd, við sjávarguðinn Glákos:
Eins og Glákos hefur nú gersamlega glatað sínu upprunalega sköpulagi,
vegna þess að öldur hafsins hafa gnauðað á honum og brotið af honum
útlimina og alls konar sjávargróður og skeljar hafa setzt á hann, virðist
hann við fyrstu sýn vera ægilegt sjávarskrimsli, þó að guðlegt eðli búi
undir þessum ófrýnilega ham. Sálinni er líkt farið: öldur timans brotna
á henni og ata hana auri, svo að vér komum ekki strax auga á hið ódauð-
lega eðli hennar, því að hún er yzt hreistruð alls konar illsku og böli.
Hins vegar getum vér ráðið í hið guðdómlega upphaf hennar af þrá
hennar eftir þekkingu og vizku og öðlazt þannig hugboð um þroskamögu-
leika hennar.
Á öðrum stað ber hann manninn saman við Kímeru eða Skyllu: Marg-
höfðuð ófreskja byltir sér í sál hans, og þessi villti hluti eðlis hans er
alltaf að krefjast þess að fá yfirhöndina. En vér eigum að fara að eins
og bóndinn, sem hlynnir að nytjajurtunum, heldur villidýrunum og ill-
gresinu í skefjum, temur óargadýrin eða m. ö. o. gerir sér náttúruna
undirgefna.