Skírnir - 01.01.1952, Page 64
60
Jón Gíslason
Skírnir
um. Ég þarf því að leita vitneskju hjá þeim, hvernig þessi
leið er, hvort hún er ógreiðfær og erfið eða slétt og auðveld.
Mér leikur því forvitni á að fá að vita hjá þér, sem náð hefur
þeim áfanga ævinnar, er skáldin kalla „þröskuld ellinnar“,
hvernig þér gezt að þeim aldri: Verður lífið örðugra, þegar
líður að lokum, eða hvað hefur þú um það að segja?“
„Ég skal hreinskilnislega segja þér mína skoðun, Sókrates,“
svaraði hann. „Við öldungarnir, sem errnn á svipuðum aldri,
hittumst oft og staðfestum þannig hið fornkveðna, að líkur
sækir líkan heim. Á þessum samfundum okkar kveina flestir
þessara kunningja minna sáran. Þeir sakna nautnagleði æsk-
unnar, minnast ásta, víns og veizlna og alls, sem þessu er
tengt. Þeir harma að hafa orðið að sjá á bak slíkum dásemd-
um og segja: Þá var gaman að lifa, en nú erum við dauðir
úr öllum æðum. Ýmsir þeirra bera sig líka upp undan litils-
virðingu, sem gamlir menn verði fyrir hjá ættingjum símun.
Og svona kveina þeir endalaust undan ellinni, sem sök eigi
á svo margvíslegu böli. En að minni hyggju, Sókrates, kvarta
þeir ekki undan hinni eiginlegu orsök. Ef ellin væri hin eigin-
lega orsök, þá hlyti ég og allir aðrir háaldraðir menn að hafa
sömu sögu að segja. En bæði mér og ýmsum öðrum hefur
reynzt þetta á annan veg. Ég var einhvern tíma nærstaddur,
er einhver spurði skáldið Sófokles, sem þá var orðinn maður
háaldraður: „Er nokkur dugur í þér til ásta? Ert þú enn
kvennýtur?“ „Þei!“ svaraði hann, „ég er dauðfeginn að vera
laus við þetta, sem þú nefndir: Mér finnst eins og ég sé slopp-
inn úr ánauð hjá óðum og grimmum harðstjóra.“ Mér fannst
þetta gott svar þá, og ekki finnst mér það siður nú. Það er
hverju orði sannara, að ellinni hlotnast friður og lausn frá
öllu þess konar. Þegar ástríðurnar lina tökin á okkur og hætta
að pína okkur og kvelja, þá rætast orð Sófoklesar. Og raunar
losnum við þá ekki aðeins við einn óðan harðstjóra, heldur
við marga. En sök á þessu öllu, Sókrates, eins og lika móðg-
unum ættingjanna, á ekki ellin, heldur skapferli manna og
lyndiseinkunn. Þeim, sem vel eru skapi farnir og nægjusamir,
mun finnast ellin léttbær. En hinum, sem þveröfugt er farið,
verður æska jafnt sem elli þung í skauti.“