Skírnir - 01.01.1952, Side 66
62
Jón Gíslason
Skímir
menn verða því hundleiðinlegir í umgengni, kunna ekkert að
meta nema peninga.“
„Það er satt,“ sagði hann.
„Já, vissulega,“ sagði ég. „En má ég spyrja þig enn einnar
spurningar? Hvaða blessun hefur auðurinn fært þér mesta,
að því er þú hyggur?“
„Fáir munu leggja trúnað á svar mitt við þessari spurn-
ingu. Ég skal segja þér, Sókrates, þegar menn eru komnir á
grafarbakkann, kemur yfir þá beygur og þeir fara að grunda
í ýmislegt, sem þeim datt aldrei áður í hug. Allt til þessa
hafa þeir hlegið að sögnunum um undirheima og að menn
verði þar að sæta refsingum fyrir það, sem þeir hafa mis-
gert í þessum heimi. En nú gerast menn kvíðafullir, ef þær
reyndust sannar þrátt fyrir allt. Mönnum opnast gleggri sýn
til annars heims, hvort sem það stafar af veiklun þeirri, sem
ellinni er samfara, eða af því, að þeir hafa færzt nær öðru
lífi. Hvernig sem því er farið, fyllast menn efa og ótta og
fara að velta fyrir sér og ihuga, hvort þeir hafi nokkurn tima
gert nokkrum rangt til. Sá, sem finnur mikið af rangsleitni á
liðinni ævi, hrekkur oft skelfdur upp af svefni, eins og börnin
gera, og hann óar við einhverju illu í vændum. En sá, sem
er sér ekki meðvitandi um neitt illt, á, eins og Pindar segir,
vísan styrk hjá hinni blíðu von, sem verður gott athvarf hans
í ellinni. Fallega kemst skáldið að orði um þann, sem lifir
réttlátu og grandvöru lífi:
„Vonin yljar sál hans, fóstrar hann í ellinni og veitir
honum fylgd á vegferð hans, — vonin, sem mest vald
er gefið yfir hinum hverfula hug mannanna.“
Þetta er með ágætum vel að orði komizt. Að þessu leyti
tel ég peningaeign vera mikla blessun, að vísu ekki fyrir alla,
en fyrir góða menn og grandvara. Peningaeign stuðlar ekki
lítið að því, að menn geti farið héðan án þess að þurfa að
óttast að hafa prettað neinn í orði eða verki, vitandi eða
óafvitandi. Og þegar hann fer af þessum heimi, þarf hann
ekki heldur að óttast að skulda guðum fórnir eða mönnum
fé. Peningar eru til margs annars nytsamlegir. En þegar öllu