Skírnir - 01.01.1952, Side 68
64
Jón Gíslason
Skírnir
„Jú.“
„Slíkt geymslufé skal þá ekki afhenda, ef vitfirrtur eigandi
krefst þess?“
„Vissulega ekki,“ sagði hann.
„Þá virðist Símonídes eiga við allt annað, er hann segir, að
það sé rétt að greiða af hendi það, sem skuldað er?“
„Vissulega á hann við annað,“ sagði hann, „því að hann
telur, að vinir eigi jafnan að vinna hverjir öðrum gagn, en
ekki ógagn.“
„Ég skil,“ sagði ég. „Þegar afhending og viðtaka, t. d. láns-
fjár, er til tjóns og viðtakandi og greiðandi eru vinir, þá er
afhending ekki greiðsla skuldarinnar. Er það ekki þetta, sem
þú telur Símonídes eiga við?“
„Jú, einmitt.“
„Og óvinum? Eigum við einnig að greiða óvinum það, sem
við kunnum að skulda þeim?“
„Já, vissulega,“ sagði hann. „Það, sem við skuldum þeim,
verðum við að greiða þeim. Ég hygg, að óvinur skuldi óvini
illt, eins og hann líka hefur til unnið.“
„Þá virðist skilgreining Símonídesar á réttlætinu vera að
skálda hætti, myrk og torráðin, því að í rauninni vildi hann
sagt hafa, að rétt sé að gjalda sérhverjum það, sem honum
hæfir, og það nefndi hann skuld.“
„Já, hvað annað?“ sagði hann.
„Hamingjan góða!“ sagði ég. „Ef einhver spyrði hann:
Símonídes, hvað er hið rétta og hæfilega, sem læknislistin
lætur í té, og hverjum? Hvaða svör heldur þú, að hann gæfi
okkur?“
„Hann myndi vissulega svara, að læknislistin léti líkama
mannsins í té lyf, mat og drykk.“
„Og hvað leggur matreiðslulistin af mörkum, rétt og hæfi-
legt, og hverjum?“
„Matréttum gott bragð.“
„Ágætt! Og hvað er það, sem réttlætið veitir, og hverjum?“
„Ef við ályktum af áðurnefndum dæmum, Sókrates, þá er
réttlæti sú list, er vinnur vinum vorum gagn, en óvinum
ógagn.“