Skírnir - 01.01.1952, Page 69
Skírnir
Riki Platons
65
„Að vinna vinum vorum gagn, en óvinum ógagn er þá
réttlæti að hans hyggju?“
„Já, það held ég.“
„Hver getur í veikindum unnið vinum sínum mest gagn
og óvinum sínum mest ógagn?“
„Læknirinn."
„Eða þegar þeir eru á hafi úti í sjávarháska?“
„Stýrimaðurinn.“
„Og hinn réttláti? I hvaða starfi og tilgangi er hann fær-
astur um að vinna vinum sínum gagn og óvinum sínum
ógagn?“
„I stríði við hina síðarnefndu og sem samherji hinna fyrr-
nefndu.“
„Látum svo vera. En þegar maður er heilbrigður, vinur
minn Polemarkos, er ekki þörf fyrir lækni.“
„Satt er það.“
„Og sá, sem ekki er á sjó, þarfnast ekki stýrimanns.“
„Nei.“
„Eigum við þá að segja, að réttlætið sé óþarft fyrir þá,
sem eiga ekki í stríði?“
„Engan veginn sýnist mér það.“
„Þú heldur þá, að réttlætið sé þarft, jafnvel í friði?“
„Já, það er þarft.“
„Akuryrkja er líka þörf eða hvað?“
,Já.“
„Það er að segja, til að afla korns?“
„Já.“
„Og skósmíði?“
„Já.“
„Til að fá skófatnað, býst ég við, að fyrir þér vaki?“
„Já, vissulega.“
„Og réttlætið? Til hverra nytja eða aðfanga telur þú, að
réttlætið sé á friðartimum?“
„1 verzlun og viðskiptum, Sókrates, er réttlætið nytsamt.“
„Þú átt við, þegar margir vinna eitthvað sameiginlega?“
„Já, einmitt.“
5