Skírnir - 01.01.1952, Page 70
66
Jón Gíslason
Skímir
„Þá væri hinn réttláti góður félagi og bandamaður í tafli?
Eða kannske öllu fremur hinn æfði taflmaður.“
„Hinn æfði taflmaður væri betri.“
„En við hleðslu steina og múrsteina? Er hinn réttláti þarfari
og betri við það en múrarinn?“
„Engan veginn.“
„1 hvers konar samskiptum er þá hinn réttláti betri sam-
herji en t. d. hörpuleikarinn, að sínu leyti eins og hörpuleik-
arinn tekur hinum réttláta fram í hörpuleik?“
„1 peningasökum, hugsa ég.“
„Já, Polemarkos, en þó vissulega ekki, ef gera á verzlun.
Maður kærir sig ekki um að hafa hinn réttláta að ráðunaut,
ef t. d. á að kaupa eða selja hest sameiginlega. Til þess væri
hestamaður hæfari, eða er ekki svo?“
„Auðvitað.“
„Og þegar kaupa á skip, væri þá ekki betra að hafa að
ráðunauti skipasmiðinn eða stýrimanninn?“
„Það skyldi maður ætla.“
„Hvenær er þá gull og silfur notað sameiginlega, er hinn
réttláti er þarfari en aðrir?“
„Þegar koma á því fyrir í örugga geymslu, Sókrates.“
„Þegar ekki á að nota það og það á að liggja, áttu við?“
„Einmitt.“
„Þegar peninganna er ekki þörf, þá þurfa menn réttlætis-
ins við fyrir peningana?“
„Svo sýnist vera.“
„Og þegar varðveita á sjóð örugglega, þá er réttlæti nauð-
synlegt, bæði fyrir einstaklinginn og heildina? En þegar nota
á sigð, þá er kunnátta í vínyrkju nytsamleg?“
„Auðvitað.“
„Og þegar geyma þarf skjöld eða hörpu ónotuð, þá mjmdir
þú telja réttlætið þarft? En þegar nota skal þau, þá þurfi að
koma til vit á vopnaburði og hljómlist?“
„Óh j ákvæmilega. ‘ ‘
„Og þannig er það um allt annað: Þegar nota skal hlutina,
er réttlæti óþarft, en þegar þeir eru ónotaðir, þá er réttlæti
þarft?“