Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 71
Skímir
Ríki Platons
67
„Svo virðist vera.“
„Þá virðist réttlætið ekki vera neitt afbragð, vinur minn,
ef það er aðeins nytsamt fyrir þá hluti, sem eru ekki í
notkun. En við skulum athuga þetta atriði nánar. Er ekki
sá, sem þyngst höggin greiðir í hnefleik eða annars konar
viðureign, einnig hæfastur til að verjast höggi?“
„Vissulega.“
„Og sá, sem kann að verjast sjúkdómi, getur einnig, án
þess að uppvíst verði, sýkt aðra?“
„Það hygg ég.“
„Hins vegar er sá góður vörður hers, sem komizt fær að
eða réttara sagt stolið herbrögðum og fyrirætlunum óvin-
anna?“
„Vissulega.“
„Ef einhver er megnugur að gæta einhvers, því megnar
hann einnig að stela?“
„Svo virðist vera.“
„Ef hinum réttláta er lagið að gæta peninga, þá er honum
einnig lagið að stela þeim?“
„Að vísu bendir röksemdafærslan til þess.“
„Hinn réttláti hefur þá reynzt þjófur! Þetta er vizka, sem
mig grunar, að þú hafir lært hjá Hómer. Hómer hrósar
Átolýkosi, móðurföður Odysseifs, og segir hann verið hafa allra
manna slægvitrastan og viðsjálastan í eiðum. Þú, Hómer og
Símonídes komið ykkur þá saman um, að réttlætið sé eins
konar þjófnaðarlist, að vísu til gagns fyrir vini, en til óþurftar
óvinum. Það var þetta, sem þú áttir við?“
„Nei, vissulega ekki,“ svaraði hann. „En ég er hættur að
botna neitt í neinu. Þessu held ég þó fram: að réttlætið sé
vinum til gagns, en óvinum til ógagns.“
„Hvora telur þú vini, þá, sem aðeins virðast vera vinveittir,
eða hina, sem eru það í raun og veru, þó að þeir beri það
ekki utan á sér, og hins vegar óvini, þá, sem eru það, þó að
þeir virðist ekki vera það?“
„Það er eðlilegt, að menn hafi mætur á þeim, sem þeir
telja góða, en hati þá, sem þeir ætla vonda.“
„Hættir mönnum ekki til að skjátlast í þessu efni, svo að