Skírnir - 01.01.1952, Page 73
Skímir
Ríki Platons
69
„Samkvæmt þessu verða hinir góðu vinir okkar, en hinir
vondu óvinir okkar?“
„Já.“
„Þú vilt þá, að við bætum einhverju við hina fyrri skil-
greiningu okkar á réttlætinu. Við sögðum þá, að rétt væri
að vinna vinum okkar gagn, en óvinum okkar ógagn. Við
þetta eigum við nú að bæta, að rétt sé að vinna vinum okkar
gagn, ef þeir eru góðir, en óvinum okkar ógagn, ef þeir eru
vondir?“
„Já, einmitt, svona virðist mér rétt að orða það.“
„En ætti réttlátur maður að gera nokkrum manni illt?“
spurði ég.
„Vissulega ætti hann að gera þeim illt, sem bæði eru vondir
og óvinir hans.“
„Ef hestum er gert mein, verða þeir þá betri eða verri?“
„Verri.“
„Við það rýrnar ágæti þeirra sem hesta, en ekki sem
hunda?“
„Sem hesta.“
„Og þegar hundum er gert mein, þá rýrnar ágæti þeirra
sem hunda, en ekki sem hesta?“
„Vissulega.“
„Og hvernig er því farið um menn, kæri vinur? Hljótum
við ekki að segja, að mannkostir þeirra spillist, þegar þeim
er gert mein?“
„Vissulega.“
„En er ekki einmitt réttlætið mannkostur?“
„Einnig það verðum við að viðurkenna."
„Þá hljóta þeir, sem gert er mein, vinur minn, að verða
ranglátir.“
„Svo virðist vera.“
„En getur hljómlistarmaðurinn með list sinni gert menn
ónæma á hljómlist?“
„Vissulega ekki.“
„Nú, en gerir reiðmaðurinn með sinni list menn óhæfa til
að fást við hesta?“