Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 76
72
Jón Gislason
Skímir
þá vertu þess fullviss, að slíkt hefur orðið okkur á óvart.
Sjáðu til, ef við værum að leita að gulli, þá færum við ekki
að spilla möguleikunum á að finna það með því að eyða tím-
anum í að smjaðra hvor fyrir öðrum. En nú ermn við að leita
að réttlætinu, sem er miklu dýrmætara en gull. Heldur þú,
að við séum þá þeir aular að lyppast niður hvor fyrir öðrum
í stað þess að kosta alls kapps um að komast að hinu sanna?
En ef til vill veizt þú, vinur, hvað réttlæti er. Sannleikurinn
er sá, að við erum ekki menn til að komast að því. Það væri
miklu sæmra, að þið miklu mennirnir aumkuðust yfir okkur
en að þið skömmuðuð okkur.“
Þá rak hann upp mikinn kuldahlátur og mælti: „Ham-
ingjan góða! Þarna er hin alkunna hæðni hans Sókratesar
lifandi komin. Ég vissi þetta alltaf, sagði líka hinum það
fyrir, að þér mundi ekki gefið um að svara, þú yrðir með alls
konar undanbrögð og látalæti fremur en svara spurningum,
sem fyrir þig væru lagðar.“
„Þú ert maður vitur, Þrasýmakkos!“ svaraði ég. „Gerum
ráð fyrir, að þú spyrðir einhvern: ,Hve mikið er tólf?‘ en
segðir honum jafnframt fyrir fram: ,Láttu þér ekki detta i
hug, maður, að segja, að tólf séu tvisvar sex eða þrisvar fjórir
eða sex sinnum tveir eða fjórum sinnrnn þrir. Slíkt þvaðm
tek ég ekki gilt‘, þá vissir þú vel, að enginn gæti svarað spurn-
ingu, sem sett væri fram á þenna hátt. En gerum ráð fyrir,
að sá, sem þú spyrðir, spyrði aftur á móti: ,Hvað vakir fyrir
þér, Þrasýmakkos? Má ég ekki nefna neitt af þeim svörum,
sem þú nefndir, jafnvel þótt vera kimni rétt svar við spurn-
ingunni? Á ég heldur með röngu að nefna einhverja aðra
tölu, sem er ekki hin rétta, eða hvað viltu?‘ Hverju mundir
þú svara honum?“
„Rétt eins og þetta tvennt sé sambærilegt!“ sagði hann.
„Hví ekki það?“ svaraði ég. „Og jafnvel þó að það væri
tvennt ólíkt, en manninum, sem spyrði, virtist það líkt, ætti
hann þá nokkru síður að segja sína skoðun, hvort sem við
bönnum eða ekki?“
„Þú ætlar þá einmitt að fara svona að, býst ég við?“ sagði