Skírnir - 01.01.1952, Side 77
Skímir
Riki Platons
73
hann. „Þú ætlar að koma með eitt af þeim svörum, sem ég
bannaði?"
„Ekki kæmi mér það á óvart, ef ég kæmist að raun um
það, við nánari íhugun, að eitthvert þeirra væri rétt,“ svar-
aði ég.
„En hvað segir þú um það,“ sagði hann, „ef ég gef betri
skýringu á réttlætinu en allar þær, sem nefndar hafa verið?
Hvað væri þér þá mátulegt?“
„Hvað annað en það, sem sæmir hverjum, sem fávís er?
Honum sæmir, býst ég við, að læra af þeim, sem þekking-
una hefur. Þetta tel ég mér mátulegt.“
„Skelfing ertu alminlegur!“ sagði hann.
„En ef þú lærir eitthvað, þá verður þú líka að borga.“
„Það skal ég gera, þegar ég er búinn að græða,“ sagði ég.
„Ekki skal þig fé skorta, Sókrates,“ sagði Glákon.
„Þú skalt engar áhyggjur hafa út af greiðslunni, Þrasý-
makkos. Við borgum allir fyrir Sókrates.“
„Já, auðvitað,“ sagði hann, „svo að Sókrates geti haft á
því gamla lagið: neitað að svara sjálfur, en gripið á lofti
svör annarra og tætt þau í sundur.“
„En, góði vinur, hvernig á sá maður að svara, sem í fyrsta
lagi veit ekkert og játar það, og í öðru lagi má ekki segja
það, sem hann kynni að ætla, af því að mikils háttar maður
hefur bannað honum það? Nei, það er sæmra, að þú hafir
orðið, þú, sem bæði segist hafa þekkinguna og geta sett hana
fram. Vertu mér nú eftirlátur, og gerðu svo vel að svara.
Teldu ekki heldur eftir að fræða þá Glákon og aðra við-
stadda.“
Þá er ég hafði þetta mælt, báðu þeir Glákon og hinir hann
að láta undan. Það var raunar augljóst, að Þrasýmakkos
brann í skinninu eftir að tala og afla sér álits með hinu ágæta
svari, sem hann hafði á reiðum höndum. En hann virtist
leggja á það ríka áherzlu, að ég svaraði spurningum hjá hon-
um. Loks lét hann til leiðast og mælti: „Þarna sjáið þið vizku
Sókratesar: Sjálfur vill hann ekki kenna öðrum, heldur geng-
ur hann um og lærir af öðrum og gerir ekki svo mikið sem
að þakka fyrir.“