Skírnir - 01.01.1952, Side 78
74
Jón Gíslason
Skímir
„Að ég læri af öðrum,“ sagði ég, „er alveg rétt, Þrasý-
makkos. En að ég gjaldi ekki þakkir fyrir það, það er ekki
satt. Ég geld það, sem ég megna. Og ég megna aðeins að
gjalda lof. Peninga á ég ekki. En að ég gjaldi þeim fúslega
lof, sem mér virðist hafa mælzt vel, munt þú skjótt komast
að raun rnn, er þú hefur svarað, því að ég býst við, að þér
mælist vel.“
„Takið eftir!“ sagði hann. „Ég staðhæfi, að réttlætið sé að-
eins hagsmunir hins sterkara. Nú, hvers vegna geldur þú
mér ekki lof? Nei, það dettur þér ekki í hug!“
„Fyrst verð ég að vita, hvað þú átt við,“ sagði ég, „því að
mér er það ekki ljóst enn þá. Þú staðhæfir, að réttlætið sé
hagsmunir hins sterkara. Hvað áttu í rauninni við með
þessu, Þrasýmakkos? Ekki getur það verið á þessa lirnd: Fyrst
Púlídamas glímumaður er sterkari en við og nautakjöt eflir
likamshreysti hans, þá er þessi fæðutegund fyrir okkur, sem
ónýtari erum, bæði heilsusamleg og rétt fæða.“
„Þú ert andstyggilegur, Sókrates!“ sagði hann, „og leggur
þenna skilning i orð mín til að snúa sem mest út úr skilgrein-
ingu minni.“
„Alls ekki, kæri vin!“ sagði ég. „Ég vil aðeins fá þig til
að orða skýrar það, sem þú átt við.“
„Veizt þú ekki,“ sagði hann, „að í sumum borgríkjum er
einræði, í öðrum lýðræði og í enn öðrum höfðingjastjórn?“
„Jú, ég veit það.“
„Og það, sem mestu ræður í hverju borgríki, er stjórnar-
flokkurinn?“
„Vissulega.“
„En hvernig sem stjórnin er, setur hún lög í samræmi við
hagsmuni sína, lýðræðisstjórn setur lýðræðislög, einvaldi set-
ur einræðisleg lög o. s. frv. Og um leið og stjórnin setur slík
lög, lýsir hún yfir þvi, að það, sem er i stjórnarinnar eigin
þágu, sé lög og réttur fyrir þegnana, en manninum, sem
brýtur þessi lög, refsar hún sem lögbrjót og ranglætismanni.
Það er þetta, sem ég á við, vinur sæll, er ég segi, að í öllum
ríkjum ráði hin sama meginregla réttlætinu —■ hagsmunir
valdhafanna. Valdhafarnir eru hinir ráðandi í ríkinu, svo að