Skírnir - 01.01.1952, Side 80
JÓN JÓHANNESSON:
TÍMATAL GERLANDS
í ÍSLENZKUM RITUM FRÁ ÞJÓÐVELDISÖLD
Dionysius exiguus, ábóti í Róm, stakk fyrstur manna upp
á því að miða ártöl við burðarár Krists. 1 því skyni rann-
sakaði hann, hvenær Kristur hefði fæðzt, og komst að þeirri
niðurstöðu, að það hefði verið árið 754 eftir stofnun Róma-
borgar. Það ár kallaði Dionysius 1. ár eftir burð Krists, þótt
hann teldi raunar Krist ekki fæddan fyrr en undir lok þess,
sunnudaginn 25. des. Ekki skiptir máli hér, hvernig Dionysius
komst að þessari niðurstöðu né hvort hún er rétt eða röng,
en hann notaði sjálfur þetta tímatal í páskatöflu, er hann
samdi um 525, og öðlaðist það síðan smám saman fylgi, m. a.
fyrir atbeina Beda prests (d. 735). Það er kallað œra vulgaris
og er nú hið venjulega tímatal hér á landi og víðar um heim.
En tímatal Dionysiusar fór ekki baráttulaust með sigur
af hólmi. Á síðara helmingi 11. aldar komu a. m. k. tveir
menn fram með gagnrýni á því. Hinn kunnari þeirra var
Marianus Scotus, írskur munkur, sem fór til meginlands
Evrópu 1056, dvaldist síðan í Köln, Fulda og Mainz og lézt
í Mainz 1082 eða 1083. Hann ritaði kroníku frá sköpun ver-
aldar til 1082, rannsakaði vandlega tímatal og komst að þeirri
niðurstöðu, að Kristur hefði fæðzt 22 árum fyrr en Dionysius
taldi. Það timatal notaði Urban II. páfi, þó með þeim mun,
að hann taldi Krist fæddan 23 árum fyrr, en ekki 22 árrnn.
Hinn maðurinn, sem hefur verið mjög lítt kunnur á síðari
öldum, er nefndur Gerlandus. Hann var ættaður úr Lothar-
ingia, en svo var þá kallað allbreitt belti vestan Rínar, sunnan
frá Alsace að Norðursjó. Lotharingia var á 11. öld aðalmið-
stöð tölvísirannsókna, og samdi Gerlandus í þeirri grein merka
ritgerð, sem prentuð hefur verið.1) En eftir hann er einnig
1) Boncompagnis Bullettino di bibliografia X (1877), 589—607.