Skírnir - 01.01.1952, Page 81
Skimir
Timatal Gerlands
77
rímtal (computus), sem hefur aldrei verið prentað og er því
lítt kunnugt. Er það mjög bagalegt fyrir rannsóknir á ís-
lenzkri rímfræði, því að margt í henni mun þangað sótt. Eink-
um var skaði mikill, að Beckman skyldi ekki eiga aðgang að
neinu handriti af rímtali Gerlands, þá er hann gaf íslenzk
rímtöl út í Alfræði íslenzkri II, því að hann hefði verið manna
færastur til að rekja þau tengsl, sem þar eru á milli.
Rímtal Gerlands er til í nokkrum handritum í brezkum og
frönskum söfnum, en textinn er þar mjög mismunandi, og
virðist Gerlandus hafa smám saman aukið það og breytt því,
en þó er ekki loku fyrir það skotið, að munurinn sé að ein-
hverju leyti eftirriturum að kenna. Verður ekki úr því skorið
nema með rækilegri rannsókn. Rímtalið ber með sér, að það er
samið um eða mjög skömmu eftir 1082, en þó eru þar yngri
viðaukar, sumir yngri en 1102. Það getur því ekki verið rétt,
að höfundurinn sé sá Gerlandus, kanoki í Besangon í Burgund,
sem kemur við sögu 1132—1148, eins og sumir hafa talið,
og vafasamt er einnig, að hann sé sá magister Gerlandus, sem
lifði í Besangon 1084 að sögn kroníku einnar,1) því að hætt
er við, að ártalið sé þar rangt og átt sé við hinn yngra Ger-
landus. Er skemmst frá því að segja, að ókunnugt er með öllu,
hvar Gerlandus, höfundur rímtalsins, hefur dvalizt og hve-
nær hann lézt. En mestar líkur er til, að hann hafi starfað í
Lotharingia, og varla hefur hann lifað langt fram yfir 1100.
Gerlandus gagnrýndi mjög Dionysius og fleiri rímfræðinga
í rímtali sínu, en þóttist fylgja Beda, enda er rímtal hans í
sumum handritum kallað Compotus Gerlandi Bedam seqventis
(eða imitantis). Hann hélt því fram, að Kristur hefði fæðzt
sjö árum síðar en Dionysius taldi, sem sé þriðjudaginn 25.
des. árið 8 að voru tali. Studdi hann þær kenningar sínar að
nokkuru leyti við ummæli Beda í riti hans, De temporum
ratione, 47. kap.2) Þar hafði Beda bent á veilur í tímatali
Dionysiusar, án þess þó að hafna því eða leiðrétta það. Við
þetta burðarár Krists miðaði Gerlandus tímatal í páskatöflu
sinni, er fylgir rímtalinu. Þar eru ártöl í sérstökum dálki til
1) Monumenta Germaniæ Historica, Scriptores XXIII, 800.
2) Patrologia Latina XC, 491—496.