Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 82
78
Jón Jóhannesson
Skírnir
vinstri handar, og eru þau öll sjö einingum lægri en venjuleg
ártöl, sem miðuð eru við hurð Krists. Taflan hefst 1038 að
hans tali, þ. e. 1045 að voru tali, og nær yfir eina páskaöld
(532 ár). Hún (tabula Gerlandi) hefur verið kunn á Norður-
löndum, en í þeim handritum hennar, sem nú þekkjast þar,
hefur henni verið breytt á ýmsa vegu. M. a. hafa ártölin
verið færð til venjulegs horfs, en þó svo klaufalega, að fram
hefur komið eins árs skekkja, 1044 í stað 1045 o. s. frv.1)
Gerlandus var um skeið, a. m. k. fram um 1121,2) í miklu
áliti sökum lærdóms, frumleika og skýrleika í hugsun og fram-
setningu, en brátt tóku lærðir menn þó að sneiða hjá rímtali
hans, og af riti einu frá 1163 eða 1164 er helzt að ráða, að
það hafi verið fordæmt af kirkjunni, af því að þar var haldið
ýmsu fram, sem gagnstætt var venjum hennar, m. a. um
tímatal.3)
Þá er Islendingar höfðu tekið kristni árið 1000, þurftu þeir
að rækja hátíðir kirkjunnar á réttum dögum, því að metið
var til villu, ef út af var brugðið. En það var hvergi nærri
auðvelt, með því að sumar hátíðirnar voru hreyfanlegar, svo
sem páskar og allar þær hátíðir, er þeim fylgja (hvitasunna,
þrenningarhátíð o. fl.). Páskar skyldu haldnir fyrsta sunnu-
dag eftir tunglfyllingu þá, er yrði 21. marz eða næstu daga
á eftir, og var engum fært nema rímfræðingum að reikna út
komu þeirra hverju sinni. Fyrir því sömdu lærðir menn
páskatöflur, er sýndu páskakomu svo eða svo langt fram í
1) Alfr. ísl. II, xix—xxii, xliii.
2) Sjá kvæðið Livre des Créatures, gefið út af Thomas Wright í
Popular treatises on science (Historical Society of Science, London 1841),
20—73.
3) Um Gerlandus má vísa í þessi rit: Thomas Wright: Biographia
Britannica Literaria. Anglo-Norman Period (London 1846), 16—18. —
T. Wright: Inedited Notices relating to some early writers on the com-
potus (Transactions of the Royal Society of Literature. Second Series, II
(1847), 72—75). —■ Boncompagnis Bullettino di bibliografia X (Roma
1877), 648—656. -—■ C. H. Haskins: Studies in Mediaeval Science (1924),
85—86. — George Sarton: Introduction to the History of Science. — G.
Turville-Petre benti mér á rit Haskins og kom mér þannig á sporið um
Gerland og tímatal hans. Kann ég honum beztu þakkir fyrir.