Skírnir - 01.01.1952, Síða 84
80
Jón Jóhannesson
Skírnir
ártölum, sem miðuð eru við burð Krists, en í Veraldar sögu,
er samin var einhvem tíma á árunum 1152—1190, er fylgt
tölu Dionysiusar um burðarár Krists.1) Sú saga er þó ekki
örugg heimild um tímatalsvenju Islendinga þá, því að höf-
undurinn kann að hafa tekið þetta atriði hugsunarlaust úr
einhverri erlendri heimild. En með því að hann virðist annars
hafa haldið sjálfstætt á efninu, em líkur til, að þessu megi
einnig treysta. I sögunni er Gizurar Hallssonar í Haukadal
getið með þeim hætti, að hann hlýtur að hafa verið nákunn-
ugur höfundi. Eru því mestar líkur til, að hún sé samin þar
eða í Skálholti. Ari lærði í Haukadal. Verður því að ætla,
að œra vulgaris hafi verið kennd í skólunum í Haukadal og
Skálholti frá upphafi og nokkuð langt fram á 12. öld.
En frá 12. öld eru einnig til tvö rímtöl, sem fylgja ekki
tímatali Dionysiusar, heldur timatali Gerlands, og það er
notað í sjö eða átta sögum frá fyrra hluta 13. aldar. I öllum
þeim ritum er gert ráð fyrir, að Kristur hafi fæðzt þriðju-
daginn 25. des. árið 8 að voru tali. Verða því öll ártöl, sem
miðuð eru við burð hans, sjö einingum lægri en venjuleg
ártöl, Þorlákur biskup hinn helgi talinn látinn 1186 í stað
1193, svo að dæmi sé nefnt. Engin bein heimild er til um
það, hvenær tímatal Gerlands barst til Islands né hvar það
var fyrst kennt, en nokkur rök má leiða að hvoru tveggja.
Þess var getið hér að framan, að lærðir menn hefðu farið
að sniðganga rímtal Gerlands einhvern tíma á milli 1121 og
1163. Fyrir þann tíma hefur það hlotið að berast til Islands,
því að engar líkur eru til, að Islendingar hefðu tekið það
upp, eftir að kunnugt varð, að lærðir menn í útlöndum höfn-
uðu því. Nánari vísbendingu má ef til vill fá hjá Ara. Hann
notar ártöl, miðuð við burð Krists, mjög varlega í Islendinga-
bók og styður þau oftast við aðra kunna atburði og einu sinni
við tunglaldamót. Auk þess skeytir hann á einum stað orð-
unum at almanna tali aftan við ártalið og á öðrum stað orð-
unum at alþýðu tali, og hið sama gerir hann í prestaskránni.
Hvort tveggja merkir secundum œram vulgarem, þ. e. að tali
1) Veraldar saga (1944), 50.