Skírnir - 01.01.1952, Síða 86
82
Jón Jóhannesson
Skimir
Þá er eftir Hólaskóli. Jón ögmundarson, fyrsti biskup á
Hólum (1106—1121), setti skóla þar brátt eftir útkomu sína
frá vígslu. Til þess skóla hefur hann sýnilega viljað vanda
sem bezt, því að hann hafði út með sér tvo erlenda kennara,
Gísla hinn gauzka og Rikina prest, sem talinn er franskur.
Gísli var skólameistari og kenndi latínu o. fl., en Rikini gerðist
kapellán biskups og kenndi sönglist og versagerð. Ekki er þess
getið, að rímfræði eða tölvísi hafi þá verið kennd í Hólaskóla,
en sjálfsagt hefur svo verið. Til stuðnings þeirri skoðun má
minna á, að Bjarni prestur hinn tölvísi, er samdi rímtal, var
einn af lærisveinum þessara erlendu kennara. Engar kennslu-
bækur hafa verið fyrir á Hólum, þegar skólinn var settur,
og hafa hinir erlendu kennarar haft þær allar út með sér.
Meðal þeirra hafa einhver rímfræðirit hlotið að vera. Beck-
man hefur bent á, að nafnið Rikini sé ekki franskt, heldur
fornþýzkt (Richinne, Ricvine), og dró hann af því þá ályktun,
þar sem Rikini er talinn franskur, að hann hafi verið frá
landamærasvæði, þar sem franskt og þýzkt þjóðerni, frönsk
og þýzk menning runnu saman.1) Sú ályktun er mjög senni-
leg, og er þá líklegast, að Rikini hafi verið frá Lotharingia
eins og Gerlandus.2) Um þær slóðir lá leið Jóns biskups, er
hann kom sunnan frá Rómaborg árið 1106, og hefur hann
þá fengið Rikina með sér. Þá var rímtal Gerlands orðið al-
kunnugt og var í sem mestu áliti. Er því mjög sennilegt, að
Rikini hafi tekið það með sér til stuðnings við kennsluna, og
í rauninni hefur hann hlotið að gera það, ef hann hefur fylgzt
nokkuð með tímanum, enda kynni hann mætavel að hafa
verið lærisveinn Gerlands. Þannig mæla öll rök með því, en
engin á móti, að tímatal Gerlands hafi fyrst verið kennt hér
á landi í Hólaskóla á dögum Jóns biskups. Sá skóli var mjög
áhrifamikill sökum hinna erlendu lærðu kennara, og er þar
fengin skýring á því, hvers vegna tímatal Gerlands öðlaðist
svo mikið fylgi á Islandi sem raun ber vitni um.
Nú skal víkja að hinum íslenzku ritum, sem fylgja tímatali
1) Alfr. ísl. II, xx—xxi.
2) Islendingar töldu Frakkland stundum ná austur að Rín ó 12. öld,
smbr. Alfr, ísl. I, 11.