Skírnir - 01.01.1952, Síða 87
Skímir
Tímatal Gerlands
83
Gerlands. Elzt þeirra mun vera rímtal, sem hefur aðeins varð-
veitzt í ungum handritum. Meginhluti þess er í ÁM 727, 4to
(frá 1594) og var prentað eftir því í gömlu Rímbegluútgáf-
unni (1780) I §§ 81—98. Rímtalið virðist þar nokkurn veginn
heilt, en þó vantar sýnilega aftan af því. Það endar þar á orð-
unum: „Þá er Adam var skapaðr, þá váru concurrentes vii,
en pactar xv. En þaðan frá váru til Nóa MCCLXII ár.“ Þetta
er auðsælega upphaf kafla um hina fimm heimsaldra frá
sköpun veraldar til burðar Krists. En svo vel vill til, að rim-
talið hefur allt verið tekið upp í syrpu þá, sem útgefendur
Alfræði íslenzkrar kölluðu Rím II, og þar er lokakaflinn heill.
Tvö brot úr rímtalinu eru einnig í hinu þriðja handriti, frá
14. öld, m. a. lokakaflinn. Tímatal Gerlands kemur fyrir í
honum.1)
Mjög örðugt er að ákveða aldur þessa rímtals sökum þess,
hve varðveizla þess er bágborin, en öll rök benda til, að það
sé ævafornt. Það er örstutt og samið handa mönnum, sem
kunnu lítið eða ekkert í latínu. Enn fremur er það í ávarps-
formi, en sá háttur framsetningar er að mestu leyti horfinn
í hinum yngri rímtölum. Tvö önnur atriði skera þó betur úr
um aldur rímtalsins. Þar er ekki minnzt á hið íslenzka miss-
eristal né neitt, er það varðar. Liggur þvi beinast við að ætla,
að rímtalið sé samið, áður en misseristalið var samræmt tíma-
tali kirkjunnar, en Beckman hyggur, að það hafi gerzt um eða
skömmu eftir miðja 12. öld.2) 1 öðru lagi er bersýnilegt, að
höfundurinn hefur haft fyrir sér páskatöflu, sem sett hefur
verið saman af konkurrentum og pöktum. Kemur það t. d.
greinilega fram í lokakaflanum, þar sem ár eru miðuð við
sólaraldarár, konkurrenta og pakta. En páskatafla Gerlands
var einmitt af þeirri gerð. Því miður yrði það of langur útúr-
dúr að skýra hér fyrir lesendum, hvað konkurrentar og paktar
eru, en konkurrentar voru hafðir til að reikna út, á hvaða
vikudegi hver mánuður hæfist,3) og paktar til að reikna út,
1) Alfr. ísl. II, 145—155, 123—124, 126—127, 125—126 (lokakaflinn),
smbr. lv—lvi. Allar líkur eru til þess, að höfundur Ríms II hafi haft fyrir
sér eitthvert móðurrit ÁM 727, 4to.
2) Alfr. ísl. II, xv. 3) Alfr. ísl. II, 151.