Skírnir - 01.01.1952, Qupperneq 88
84
Jón Jóhannesson
Skímir
hve gamalt tungl væri hinn fyrsta dag hvers mánaðar.1) Þegar
menn vissu hvort tveggja, var unnt að finna páskakomu eftir
reglu þeirri, sem greind var hér að framan. En notkun slíkr-
ar páskatöflu krafðist þó nokkurrar leikni í tölvísi. Fyrir því
tóku Islendingar snemma á 12. öld upp páskatöflur með prik-
stöfum. Þær töflur voru auðveldari í notkun, því að hver
prikstafur táknaði ákveðinn mánaðardag, þann er páska bar
á hverju sinni, og til þess að muna, hvað hver prikstafur
merkti, færðu menn þá oft inn í messudagarím við hina réttu
daga. Allar íslenzkar páskatöflur, sem nú eru kunnar, eru
með prikstöfum, þar á meðal taflan frá 1121—1139. Sumar
þeirra sýna einnig konkurrenta, en engin pakta. Notkun prik-
stafa er erlend að uppruna, og þekkjast ekki örugg dæmi um
hana fyrr en snemma á 12. öld.2) Má því vel vera, að höf-
undur páskatöflunnar frá 1121—1139 hafi fyrstur notað þá
á fslandi, og hefur hin gerð páskatöflunnar þá sjálfsagt verið
lögð skjótlega niður. En sökum þess og eins hins, að ekki er
minnzt á misseristalið í rímtalinu, verður að ætla það frá
fyrra helmingi 12. aldar. Hins vegar getur það ekki verið
eldra en frá dögum Jóns biskups ögmundarsonar, því að not-
uð eru daganöfn hans. Rímtalið er því með elztu íslenzku
ritum, sem varðveitzt hafa, og ætti vel skilið að vera gefið út
sérstaklega með rækilegum athugasemdum og skýringum.
Mikilsvert væri að vita, hvar rímtal þetta er upprunnið,
og má leiða að því nokkrar líkur. Bjarni prestur Bergþórsson
hinn tölvísi (d. 1173) samdi rímtal, eins og fyrr var greint,
en um rímtal hans vita menn nú það eitt, að höfundur Rím-
beglu studdist við það og í því var grein um tunglsaldur.3)
En engar orðalíkingar eru með Rímbeglu og hinu foma rím-
tali, og í það vantar greinina um tunglsaldur. Auk þess er
sennilegt, að Bjarni prestur hafi verið riðirm við samræm-
ingu misseristals og tímatals kirkjunnar. Hið foma rímtal
virðist þvi ekki geta verið rímtal hans, en skyldleiki hefur
1) Alfr. ísl. II, 149.
2) Alfr. ísl. II, xiv.
3) Alfr. ísl. II, 77, 93, smbr. 88—89 og Aarb. f. nord. Oldk. og Hist.
1923, 161—164.